fimmtudagur, apríl 06, 2006

Ég sendi söludeild Terranova póst áðan:

Ég fékk frá ykkur póst sem sendur var á póstlistann ykkar sem hófst svona...

Ágæti Ásta

Súpersól til Salou 18. maí
frá 34.995- 5 daga ferð

o.s.frv.

Ég er ekki líkleg til að vera móttækileg fyrir tilboðum frá fyrirtæki sem gerir ráð fyrir að ég sé karlmaður. Ég er örugglega ekki sú eina. Bara vinsamleg ábending.

Takk fyrir
Ásta


Grrrr...

Stundum framkvæmir maður fullkomlega án þess að hugsa. Stundum er það bara allt í lagi. Ég var að koma úr stigsprófi þar sem æðri heilastarfsemi er bara til trafala og því hefur ekki orðið vart við hana síðan á þriðjudag. Er að velta fyrir mér möguleikunum sem líf sem heimsk ljóska hefur upp á að bjóða.

Hmm... nei - heimskri ljósku hefði þótt sætt að vera kölluð "ágæti."

Engin ummæli: