fimmtudagur, apríl 27, 2006
Nornaspáin mín fyrir daginn í dag segir:
Þú stendur frammi fyrir prófraun sem er erfiðari en þú heldur. Leggðu áherslu á góðan undirbúning.
Eins gott að kunna textann sinn. Nema þarna sé verið að vísa í síðasta hljómfræðitímann sem er eftir klukkutíma...
Já ef þú hefur viðurværi þitt undir steinum er Hugleikur s.s. að frumsýna leikrit í kvöld. Lán í óláni eftir Hrefu Friðriksdóttur. Ég hef rætt um það áður. Er sjálf í litlu en veigamiklu hlutverki. Þannig að: notaleg kvöldstund í Þjóðleikhúskjallranum, kostar kr. 1000 og byrjar kl. 9 (hús opnar hálf 9.) Önnur sýning á sunnudag á sama tíma. Aðeins þessar tvær sýningar. Þrælskemmtilegt allt saman - því get ég lofað.
Þeir sem mæta ekki detta af jólakortalistanum.
Þú stendur frammi fyrir prófraun sem er erfiðari en þú heldur. Leggðu áherslu á góðan undirbúning.
Eins gott að kunna textann sinn. Nema þarna sé verið að vísa í síðasta hljómfræðitímann sem er eftir klukkutíma...
Já ef þú hefur viðurværi þitt undir steinum er Hugleikur s.s. að frumsýna leikrit í kvöld. Lán í óláni eftir Hrefu Friðriksdóttur. Ég hef rætt um það áður. Er sjálf í litlu en veigamiklu hlutverki. Þannig að: notaleg kvöldstund í Þjóðleikhúskjallranum, kostar kr. 1000 og byrjar kl. 9 (hús opnar hálf 9.) Önnur sýning á sunnudag á sama tíma. Aðeins þessar tvær sýningar. Þrælskemmtilegt allt saman - því get ég lofað.
Þeir sem mæta ekki detta af jólakortalistanum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli