fimmtudagur, apríl 27, 2006

Klukkuð af Skottu

1. Which book has made the greatest impact on you? Either as a good read or as a "aha" experience?

Uss - það getur enginn nefnt aðeins eina.

The Murder of Roger Ackroyd eftir Agöthu Christie. Hef aldrei verið jafn sjokkeruð þegar ég las endi og bara vissi ekki að þetta mætti. Var reyndar 12 ára.

1984 eftir George Orwell. Ég var 13 ára þegar ég las hana. Þarf sennilega ekki ferkari útskýringar.

The Beginning Place eftir Ursulu K. Le Guin. Þessi gleypti ég í mig á engri stundu. Man ég kláraði hana á strætóstoppistöð. Ég veit ekki almennilega hvað það var - held að eitthvað í sögunni hafi talað til mín á þeim tíma í lífi mínu (1993.) Í minningunni er hún a.m.k. mjög samofin atburðum frá þeim tíma. Það var reyndar önnur bók hennar sem hafði mikil áhrif á mig í æsku, The Wizard of Earthsea, en vildi nú minnast á einhverjar bækur sem ég las eftir 1986.

Never let me go eftir Kazuo Ishiguro. Hún situr í mér.


2. Which genre do you read most? Novels, crime-stories, biographies, poetry or something else?

Vísindaskáldsögur. Er annars opin fyrir öllu.


3. What was the last book you read?

Sem ég kláraði? Sorcery eftir Terry Pratchett. Er annars að lesa Lovestar eftir Andra Snæ og The Penguin Island eftir Anatole French.


4. Which sex are you?

Gettu þrisvar.


Klukka... Jóhönnu Ýr, Svandísi (ég veit þú ert á lífi), Togga og ... Auði! Ef ske kynni að hún finndi vettvang til að skrifa eitthvað ;)

Engin ummæli: