miðvikudagur, júní 28, 2006
Skyndilega allt að gerast:
* Ég hef fengið formlega inngöngu í Tónlistarskóla Reykjavíkur. Loksins! Sjálfstæðismyrkraröflin eru loksins að vinna í mína þágu.
* Er að hvísla að minnislausum leikurum í uppfærslu á Tjekkoffska Mávinum hjá Leikfélaginu Sýnir. Með Sýndar lagi. Þið hafið aldrei séð slíka uppfærslu hjá Þjóðleikhúsinu góðir hálsar.
* Auður er aftursnúin með jafnvel meira eirðarleysi í farteskinu en hrjáir mig sem þýðir ... örugglega eitthvað. Það eru plön - bæði þau sem bíða eftir að verða hrint í framkvæmd og svo þau sem enn eiga eftir að fæðast.
Mig langar að gera milljón hluti en þyrfti helst að komast í frí. Garðurinn er að leggjast í órækt, landsbyggðin í öllu sínu veldi kallar til mín, sjónvarpið hefur tapað aðdráttarafli sínu og ég er með frítt í sundlaugar ÍTR í sumar. Nú hrín ég á gott veður!
* Ég hef fengið formlega inngöngu í Tónlistarskóla Reykjavíkur. Loksins! Sjálfstæðismyrkraröflin eru loksins að vinna í mína þágu.
* Er að hvísla að minnislausum leikurum í uppfærslu á Tjekkoffska Mávinum hjá Leikfélaginu Sýnir. Með Sýndar lagi. Þið hafið aldrei séð slíka uppfærslu hjá Þjóðleikhúsinu góðir hálsar.
* Auður er aftursnúin með jafnvel meira eirðarleysi í farteskinu en hrjáir mig sem þýðir ... örugglega eitthvað. Það eru plön - bæði þau sem bíða eftir að verða hrint í framkvæmd og svo þau sem enn eiga eftir að fæðast.
Mig langar að gera milljón hluti en þyrfti helst að komast í frí. Garðurinn er að leggjast í órækt, landsbyggðin í öllu sínu veldi kallar til mín, sjónvarpið hefur tapað aðdráttarafli sínu og ég er með frítt í sundlaugar ÍTR í sumar. Nú hrín ég á gott veður!
föstudagur, júní 23, 2006
Eftir allt spriklið í Bandalagsskólanum hefur eirðarleysi tekið sér bólfestu í kroppnum og því dreif ég mig án nokkurra málalenginga í spinning í hádeginu í dag. Í fyrsta skipti á ævinni. Mesta furða hvernig mér hefur tekist að forðast það fram að þessu. En það er í sjálfu sér ekkert merkilegt - það er sem er merkilegra er að í hádeginu í dag, í Hreyfingu, upplifði ég einn súrrealistíska gjörning sem ég hef orðið vitni af inni á líkamsræktarstöð frá því að Maggi Scheving mætti í eróbikktíma í fyrndinni með hárlengingar. Við höfðum púlað þarna í svona 10-15 mínútur - ég að berjast við að hækka stýrið á hjólinu mínu og að skíttapa orrustunni - þegar kennarinn veifar inn einhverju fólki og við tók hálftíma partý prógram hjá Love Guru og gellunum hans; söngkonu og tveimur dönsurum. Þarna skoppuðu þau fyrir framan sveitta hjólafólkið og tóku öll sín vinælustu cover-lög - að sjálfsögðu læf fyrir utan playbackið - á meðan múgurinn æstist og æstist.
Þetta var nú bara hressandi. Og óstjórnanlega fyndið. Annar dansarinn ku vera að vinna þarna sem var ástæðan fyrir uppákomunni. Ekki amaleg byrjun á spinningferli mínum þar. Þetta býður auðvitað upp á alls konar skemmtilega mögulega; uppistand, trúbadora, trúðaleik, eldgleypa og svo mætti lengi telja.
En ég get ekki haldið athyglinni við þessa vitleysu - ég var að fá dásamlega fréttir frá söngkennaranum mínum. Hin nýja borgarstjórn er búin að afnema heimskulegu aldurstakmörkin í tónlistarskólana. Ég get kannski bara sótt um! Hamingja!
Það má svei mér vel vera að þetta sé besti dagur ársins.
Þetta var nú bara hressandi. Og óstjórnanlega fyndið. Annar dansarinn ku vera að vinna þarna sem var ástæðan fyrir uppákomunni. Ekki amaleg byrjun á spinningferli mínum þar. Þetta býður auðvitað upp á alls konar skemmtilega mögulega; uppistand, trúbadora, trúðaleik, eldgleypa og svo mætti lengi telja.
En ég get ekki haldið athyglinni við þessa vitleysu - ég var að fá dásamlega fréttir frá söngkennaranum mínum. Hin nýja borgarstjórn er búin að afnema heimskulegu aldurstakmörkin í tónlistarskólana. Ég get kannski bara sótt um! Hamingja!
Það má svei mér vel vera að þetta sé besti dagur ársins.
fimmtudagur, júní 22, 2006
Auður kom heim frá Ástralíu fyrir tveimur dögum ef mér reiknast rétt og hefur ekkert til hennar spurst. Mér líst ekki á blikuna. Slökkt á öllum símum og einu samskiptin síðustu vikur forláta póstkorst sem mér barst í gær þar sem kom fram að hún hafði skroppið í reiðtúr á kameldýri og líkað vel.
Sjálf stend ég í leiðinlegu leigjendastappi og veit ekki hvernig ég á að snúa mér. Helst vildi ég alveg sleppa því. Er einhver til í að borga mér 20 þúsund kr. fyrir að vera ekki með leigjanda?
Sjálf stend ég í leiðinlegu leigjendastappi og veit ekki hvernig ég á að snúa mér. Helst vildi ég alveg sleppa því. Er einhver til í að borga mér 20 þúsund kr. fyrir að vera ekki með leigjanda?
mánudagur, júní 19, 2006
Jæja - komin heim úr öndvegi íslenskra dala. Ólýsanleg reynsla og upplifun sem ég á aldrei nokkurn tímann eftir að sjá eftir. Fyrstu dagarnir voru reyndar þeir erfiðustu lífs míns en svo datt maður niður í rútínu og langaði ekkert að detta úr henni aftur. Ég ætla ekki að skrifa nákvæma lýsingu á því sem fram fór enda hefur það allt soðist saman í hryllilega dásamlegan hrærigraut í hausnum á mér. Kannski stiklað á stóru...
Bandaleikarnir voru hinir bestu frá upphafi enda fór liðið mitt, Laumupokar, með sigur af hólmi undir öruggri handleiðslu liðstjórans Bylgju Ægisdóttur. Við fengum öll Bónus páskaegg nr. 6 í verðlaun og forláta vinningsmerki. Ligga ligga lá.
Ég lærði að leika (betur) þökk sé besta kennara í heimi.
Endurnýjaði kynni mín við blakíþróttina.
Uppgötvaði alls konar óprenthæfa hluti um samnemendur mína og kennara. Psst, psst, susssss.
Teygði á kálfum og ekki vanþörf á.
Busaði busa.
Fór hvorki í sund né gufu þrátt fyrir fögur fyrirheit.
Fór aðeins einu sinni í brekkuna sem er nú ekki alveg að marka þar sem það var rok og rigning nær allan tímann.
Horfðist í augu við almúgann í París.
Lék í leikriti eftir Siggu Láru (án þess þó að vita það á meðan á stóð - reyndist vera mikill léttir því ég stóð mig alltaf að því að segja setningarnar með hennar áherslum sem mér þótti soldið skringileg tilhneiging.)
Dó og drap.
Varð vitni að versta leik sem sögur fara af.
Spilaði á flautu og frosk.
Söng í þremur kórum.
Var tekin upp í sjónvarpi.
Hélt upp á 17. júní með skrúðgöngu, fjallkonu og þjóðsöng. Og það án þess að yfirgefa skólasvæðið.
Drakk fjarska lítið áfengi - meira segja á lokakvöldinu.
Skrapp til Akureyrar - það var eins og koma til útlanda.
Kvaddi með smá tárum - vitandi að þetta er ekki alveg búið því það verður tekinn aukakennsludagur í haust. Jibbí!
Bandaleikarnir voru hinir bestu frá upphafi enda fór liðið mitt, Laumupokar, með sigur af hólmi undir öruggri handleiðslu liðstjórans Bylgju Ægisdóttur. Við fengum öll Bónus páskaegg nr. 6 í verðlaun og forláta vinningsmerki. Ligga ligga lá.
Ég lærði að leika (betur) þökk sé besta kennara í heimi.
Endurnýjaði kynni mín við blakíþróttina.
Uppgötvaði alls konar óprenthæfa hluti um samnemendur mína og kennara. Psst, psst, susssss.
Teygði á kálfum og ekki vanþörf á.
Busaði busa.
Fór hvorki í sund né gufu þrátt fyrir fögur fyrirheit.
Fór aðeins einu sinni í brekkuna sem er nú ekki alveg að marka þar sem það var rok og rigning nær allan tímann.
Horfðist í augu við almúgann í París.
Lék í leikriti eftir Siggu Láru (án þess þó að vita það á meðan á stóð - reyndist vera mikill léttir því ég stóð mig alltaf að því að segja setningarnar með hennar áherslum sem mér þótti soldið skringileg tilhneiging.)
Dó og drap.
Varð vitni að versta leik sem sögur fara af.
Spilaði á flautu og frosk.
Söng í þremur kórum.
Var tekin upp í sjónvarpi.
Hélt upp á 17. júní með skrúðgöngu, fjallkonu og þjóðsöng. Og það án þess að yfirgefa skólasvæðið.
Drakk fjarska lítið áfengi - meira segja á lokakvöldinu.
Skrapp til Akureyrar - það var eins og koma til útlanda.
Kvaddi með smá tárum - vitandi að þetta er ekki alveg búið því það verður tekinn aukakennsludagur í haust. Jibbí!
miðvikudagur, júní 14, 2006
laugardagur, júní 10, 2006
þriðjudagur, júní 06, 2006
Já og...
Ég er að fara í Bandalagsskólann næstu helgi (jibbí!) á leiklistarnámsskeið. Ég hef bíl til umráða en væri alveg til í að þurfa ekki að keyra þessa leið ein - og jafnvel ekki keyra hana sjálf yfir höfuð. Er einhver sem les þetta blogg og ætlar á skólann til í samflot?
Ég er að fara í Bandalagsskólann næstu helgi (jibbí!) á leiklistarnámsskeið. Ég hef bíl til umráða en væri alveg til í að þurfa ekki að keyra þessa leið ein - og jafnvel ekki keyra hana sjálf yfir höfuð. Er einhver sem les þetta blogg og ætlar á skólann til í samflot?
Það er aftur hafist - nú með kvikmyndum. Það muna væntanlega allir eftir myndinni með 100 hljómsveitarnöfnum stráð á myndrænan hátt yfir eina húsalengju. Þetta er það sama - bara með kvikmyndanöfnum. Sum þeirra eru ofur augljós (bók með orðinu "Toy" framan á = Toy story) - önnur alltof óljós (fólkið að dansa tangó - á það að vera ein af þeim 100 myndum sem hafa tangó í titlinum eða kannski Strictly Ballroom? Eða eitthvað allt annað?) Hvað sem því líður stóðst ég að sjálfsögðu ekki mátið og fann þessar í fyrstu atrennu:
The Hand that rock the cradle
Matador
Boomerang
Green eggs and ham
The Crow
Swordfish
Casino
The Lion, the Witch and the Wardrope
12 monkeys
Bad Santa
The Hole
Stealth
Titanic
Flipper
Airplane
Crash
Goal
Castle in the sky
Thirteen
The hills have eyes
1 hour photo
Anchorman
Toy soldiers
Juice
Man in the moon
Mask (eða/og The Mask)
The Money Pit
The Fly
The Scorpion King
The Rock
Th Jacket
Snake eyes
Elephant
Twister
Four weddings and a funeral
Toy story
Phone Booth
Saw
Saw 2
Ghost
A Clockwork orange
The thin red line
Domino
Tears of the sun
21 grams
Hook
The Red Balloon
The Ring
Jarhead
Beethoven
Hmm... aðeins 60. Betur má ef duga skal. Hvur fjandinn á þessi fiskur að tákna (og er þetta þorskur, ufsi, silingur?) og tengist hann eitthvað ilinni? Svo grunar mig að myndin sé of lítil að greini megi öll smáatriði. Aðstoð væri vel þegin.
The Hand that rock the cradle
Matador
Boomerang
Green eggs and ham
The Crow
Swordfish
Casino
The Lion, the Witch and the Wardrope
12 monkeys
Bad Santa
The Hole
Stealth
Titanic
Flipper
Airplane
Crash
Goal
Castle in the sky
Thirteen
The hills have eyes
1 hour photo
Anchorman
Toy soldiers
Juice
Man in the moon
Mask (eða/og The Mask)
The Money Pit
The Fly
The Scorpion King
The Rock
Th Jacket
Snake eyes
Elephant
Twister
Four weddings and a funeral
Toy story
Phone Booth
Saw
Saw 2
Ghost
A Clockwork orange
The thin red line
Domino
Tears of the sun
21 grams
Hook
The Red Balloon
The Ring
Jarhead
Beethoven
Hmm... aðeins 60. Betur má ef duga skal. Hvur fjandinn á þessi fiskur að tákna (og er þetta þorskur, ufsi, silingur?) og tengist hann eitthvað ilinni? Svo grunar mig að myndin sé of lítil að greini megi öll smáatriði. Aðstoð væri vel þegin.
laugardagur, júní 03, 2006
fimmtudagur, júní 01, 2006
Svakaleg þessi lágdeyðu, sudda lægð sem liggur yfir öllu. Við Kata (sumarstarfsmaður) erum a.m.k. að láta þær fréttir berast út að allt framtaksleysi stafi af óhagstæðum loftþrýstingu og vei þeim sem dirfist að kenna leti um.
Það er líka fátt værðarlega en að liggja heima fyrir yfir átakslitum aðgerðum - sérstaklega þeim sem tengjast sjónvarpinu - á fúlum rigningar fimmtudegi.
Nei! Þá er um að gera að finna leiðir til að ná blóðþrýstingnum upp. Kata mælir með barnalandi.is þar sem greindarvísitölur og heilbrigð skynsemi fara til að deyja. Ég er ekki svo kjörkuð og sæki frekar í skemmtun yfir andleysi meðalmennskunnar og í þeirri leit minni rakst ég á þetta eðal ljóðablogg. Sem minnir mig glettilega á annað ljóðablogg...
Getur einhver bent mér á grundvallarmuninn á þessum tveimur síðum?
Það er líka fátt værðarlega en að liggja heima fyrir yfir átakslitum aðgerðum - sérstaklega þeim sem tengjast sjónvarpinu - á fúlum rigningar fimmtudegi.
Nei! Þá er um að gera að finna leiðir til að ná blóðþrýstingnum upp. Kata mælir með barnalandi.is þar sem greindarvísitölur og heilbrigð skynsemi fara til að deyja. Ég er ekki svo kjörkuð og sæki frekar í skemmtun yfir andleysi meðalmennskunnar og í þeirri leit minni rakst ég á þetta eðal ljóðablogg. Sem minnir mig glettilega á annað ljóðablogg...
Getur einhver bent mér á grundvallarmuninn á þessum tveimur síðum?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)