föstudagur, júní 23, 2006
Eftir allt spriklið í Bandalagsskólanum hefur eirðarleysi tekið sér bólfestu í kroppnum og því dreif ég mig án nokkurra málalenginga í spinning í hádeginu í dag. Í fyrsta skipti á ævinni. Mesta furða hvernig mér hefur tekist að forðast það fram að þessu. En það er í sjálfu sér ekkert merkilegt - það er sem er merkilegra er að í hádeginu í dag, í Hreyfingu, upplifði ég einn súrrealistíska gjörning sem ég hef orðið vitni af inni á líkamsræktarstöð frá því að Maggi Scheving mætti í eróbikktíma í fyrndinni með hárlengingar. Við höfðum púlað þarna í svona 10-15 mínútur - ég að berjast við að hækka stýrið á hjólinu mínu og að skíttapa orrustunni - þegar kennarinn veifar inn einhverju fólki og við tók hálftíma partý prógram hjá Love Guru og gellunum hans; söngkonu og tveimur dönsurum. Þarna skoppuðu þau fyrir framan sveitta hjólafólkið og tóku öll sín vinælustu cover-lög - að sjálfsögðu læf fyrir utan playbackið - á meðan múgurinn æstist og æstist.
Þetta var nú bara hressandi. Og óstjórnanlega fyndið. Annar dansarinn ku vera að vinna þarna sem var ástæðan fyrir uppákomunni. Ekki amaleg byrjun á spinningferli mínum þar. Þetta býður auðvitað upp á alls konar skemmtilega mögulega; uppistand, trúbadora, trúðaleik, eldgleypa og svo mætti lengi telja.
En ég get ekki haldið athyglinni við þessa vitleysu - ég var að fá dásamlega fréttir frá söngkennaranum mínum. Hin nýja borgarstjórn er búin að afnema heimskulegu aldurstakmörkin í tónlistarskólana. Ég get kannski bara sótt um! Hamingja!
Það má svei mér vel vera að þetta sé besti dagur ársins.
Þetta var nú bara hressandi. Og óstjórnanlega fyndið. Annar dansarinn ku vera að vinna þarna sem var ástæðan fyrir uppákomunni. Ekki amaleg byrjun á spinningferli mínum þar. Þetta býður auðvitað upp á alls konar skemmtilega mögulega; uppistand, trúbadora, trúðaleik, eldgleypa og svo mætti lengi telja.
En ég get ekki haldið athyglinni við þessa vitleysu - ég var að fá dásamlega fréttir frá söngkennaranum mínum. Hin nýja borgarstjórn er búin að afnema heimskulegu aldurstakmörkin í tónlistarskólana. Ég get kannski bara sótt um! Hamingja!
Það má svei mér vel vera að þetta sé besti dagur ársins.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Halelúja fyrir því að búið sé að afnema þessi heimskulegu aldursmörk!!
Hehe, ef það væri alltaf svona mikið stuð í líkamsræktinni væri maður kannski duglegri við þetta. Og djöfull eru þetta góðar fréttir. Kannski ég fari þá að læra á selló einsog mig er búið að dreyma um lengi.
Skrifa ummæli