fimmtudagur, júní 01, 2006

Svakaleg þessi lágdeyðu, sudda lægð sem liggur yfir öllu. Við Kata (sumarstarfsmaður) erum a.m.k. að láta þær fréttir berast út að allt framtaksleysi stafi af óhagstæðum loftþrýstingu og vei þeim sem dirfist að kenna leti um.

Það er líka fátt værðarlega en að liggja heima fyrir yfir átakslitum aðgerðum - sérstaklega þeim sem tengjast sjónvarpinu - á fúlum rigningar fimmtudegi.

Nei! Þá er um að gera að finna leiðir til að ná blóðþrýstingnum upp. Kata mælir með barnalandi.is þar sem greindarvísitölur og heilbrigð skynsemi fara til að deyja. Ég er ekki svo kjörkuð og sæki frekar í skemmtun yfir andleysi meðalmennskunnar og í þeirri leit minni rakst ég á þetta eðal ljóðablogg. Sem minnir mig glettilega á annað ljóðablogg...

Getur einhver bent mér á grundvallarmuninn á þessum tveimur síðum?

1 ummæli:

fangor sagði...

úff, maður þarf sterkar taugar til að þola barnalands spjallvefina. ég hef lengst haldið út tíu mínútna törn og það tók mig marga mánuði að ná upp tiltrú á mannkynið aftur.