mánudagur, júní 19, 2006
Jæja - komin heim úr öndvegi íslenskra dala. Ólýsanleg reynsla og upplifun sem ég á aldrei nokkurn tímann eftir að sjá eftir. Fyrstu dagarnir voru reyndar þeir erfiðustu lífs míns en svo datt maður niður í rútínu og langaði ekkert að detta úr henni aftur. Ég ætla ekki að skrifa nákvæma lýsingu á því sem fram fór enda hefur það allt soðist saman í hryllilega dásamlegan hrærigraut í hausnum á mér. Kannski stiklað á stóru...
Bandaleikarnir voru hinir bestu frá upphafi enda fór liðið mitt, Laumupokar, með sigur af hólmi undir öruggri handleiðslu liðstjórans Bylgju Ægisdóttur. Við fengum öll Bónus páskaegg nr. 6 í verðlaun og forláta vinningsmerki. Ligga ligga lá.
Ég lærði að leika (betur) þökk sé besta kennara í heimi.
Endurnýjaði kynni mín við blakíþróttina.
Uppgötvaði alls konar óprenthæfa hluti um samnemendur mína og kennara. Psst, psst, susssss.
Teygði á kálfum og ekki vanþörf á.
Busaði busa.
Fór hvorki í sund né gufu þrátt fyrir fögur fyrirheit.
Fór aðeins einu sinni í brekkuna sem er nú ekki alveg að marka þar sem það var rok og rigning nær allan tímann.
Horfðist í augu við almúgann í París.
Lék í leikriti eftir Siggu Láru (án þess þó að vita það á meðan á stóð - reyndist vera mikill léttir því ég stóð mig alltaf að því að segja setningarnar með hennar áherslum sem mér þótti soldið skringileg tilhneiging.)
Dó og drap.
Varð vitni að versta leik sem sögur fara af.
Spilaði á flautu og frosk.
Söng í þremur kórum.
Var tekin upp í sjónvarpi.
Hélt upp á 17. júní með skrúðgöngu, fjallkonu og þjóðsöng. Og það án þess að yfirgefa skólasvæðið.
Drakk fjarska lítið áfengi - meira segja á lokakvöldinu.
Skrapp til Akureyrar - það var eins og koma til útlanda.
Kvaddi með smá tárum - vitandi að þetta er ekki alveg búið því það verður tekinn aukakennsludagur í haust. Jibbí!
Bandaleikarnir voru hinir bestu frá upphafi enda fór liðið mitt, Laumupokar, með sigur af hólmi undir öruggri handleiðslu liðstjórans Bylgju Ægisdóttur. Við fengum öll Bónus páskaegg nr. 6 í verðlaun og forláta vinningsmerki. Ligga ligga lá.
Ég lærði að leika (betur) þökk sé besta kennara í heimi.
Endurnýjaði kynni mín við blakíþróttina.
Uppgötvaði alls konar óprenthæfa hluti um samnemendur mína og kennara. Psst, psst, susssss.
Teygði á kálfum og ekki vanþörf á.
Busaði busa.
Fór hvorki í sund né gufu þrátt fyrir fögur fyrirheit.
Fór aðeins einu sinni í brekkuna sem er nú ekki alveg að marka þar sem það var rok og rigning nær allan tímann.
Horfðist í augu við almúgann í París.
Lék í leikriti eftir Siggu Láru (án þess þó að vita það á meðan á stóð - reyndist vera mikill léttir því ég stóð mig alltaf að því að segja setningarnar með hennar áherslum sem mér þótti soldið skringileg tilhneiging.)
Dó og drap.
Varð vitni að versta leik sem sögur fara af.
Spilaði á flautu og frosk.
Söng í þremur kórum.
Var tekin upp í sjónvarpi.
Hélt upp á 17. júní með skrúðgöngu, fjallkonu og þjóðsöng. Og það án þess að yfirgefa skólasvæðið.
Drakk fjarska lítið áfengi - meira segja á lokakvöldinu.
Skrapp til Akureyrar - það var eins og koma til útlanda.
Kvaddi með smá tárum - vitandi að þetta er ekki alveg búið því það verður tekinn aukakennsludagur í haust. Jibbí!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
jahhá djöfull var geggjað gaman!!!!!!
sakna ykkar allra!
1000 kossar og knús!
Hæ, Elli hérna. Skemmtilegt að lesa bloggið og frábært hvernig þú notar myndirnar með textanum. Hlakka til að hitta þig aftur og alla hina, verður vonandi fljótlega við eitthvað skemmtilegt tilefni.
Mjuög skemmtilegt blogg um skemmtilega daga :o) kv. jenný
Skrifa ummæli