fimmtudagur, júní 22, 2006

Auður kom heim frá Ástralíu fyrir tveimur dögum ef mér reiknast rétt og hefur ekkert til hennar spurst. Mér líst ekki á blikuna. Slökkt á öllum símum og einu samskiptin síðustu vikur forláta póstkorst sem mér barst í gær þar sem kom fram að hún hafði skroppið í reiðtúr á kameldýri og líkað vel.

Sjálf stend ég í leiðinlegu leigjendastappi og veit ekki hvernig ég á að snúa mér. Helst vildi ég alveg sleppa því. Er einhver til í að borga mér 20 þúsund kr. fyrir að vera ekki með leigjanda?

2 ummæli:

Gerður sagði...

Ásta mín, það væri sko bara meira en sjálfsagt ef ég ætti hann til! ;o) Hefurðu prófað að spyrja kameldýrið? :o) En svona í alvöru þá áttu samúð mína alla - stapp er alltaf drepleiðinlegt, hvort sem það er útaf leigjendum eða öðru.

Auður sagði...

Ég vona að þú hafir róast við símtalið í gær og mun gera mitt besta til að róa þig enn frekar á eftir á meðan ég fræði þig betur um unaðsleika þess að ríða kameldýrum.