þriðjudagur, júlí 13, 2004

Ég vildi bara koma því til skila að lífið er ömurlegt. Því til sönnunar hef ég:

- bak sem vill ekki lagast
- óklífanlegt reikningafjall (fyrir hverja 20 sem ég klára fæ ég svona 50 nýja í andlitið)
- æfingar á hverju kvöldi næsti 10 daga þar sem ég fæ að sitja og frjósa úr kulda í þrjá tíma í senn
- engan möguleika á að taka frí þessa viku eða næstu
- ennþá enga heimatölvu
- enga peninga
- enga sól
- enga glætu
- engan sundbol
- ósamstarfsfúsa ketti
- vælulegan tón í röddinni og þunglamalegt yfirbragð

Einnig er mig farið að gruna að ég sé að verða veik - annað hvort það er bara dauðþreytt á sál og líkama. Í öllu falli hefði ég gott af almennilegu fríi og góðri hvíld en alas það er ekki á dagskrá. Venjubundið félags og fjölskyldulíf verður líka að fá að bíða betri tíma. Vill einhver rota mig næst þegar mér dettur í hug að taka þátt í leiksýningu?

Takk fyrir áheyrn

2 ummæli:

fangor sagði...

ó hjartað mitt. þetta hljómar ekki vel. í næstu vika skal ég bjóða þér upp á rjúkandi heitt heimalagað kakó, og kjúklingasúpu ef kvef lætur á sér kræla. ég bíð líka upp á nudd og almenna afslöppun, með 2 samstarfsfúsum köttum. þér er hér með boðið í frí á vesturgötuna..

Skotta sagði...

svo áttu líka sundbol einhversstaðar í bílum hjá Fangor!!