fimmtudagur, mars 29, 2007

Ég er farin að halda að mitt eðlilega hvíldarástand sé að vera tábrotin vælandi yfir ýmsum krankleikum.

En ekki í dag - guðssélukka.

Ég hef ekkert minnst á alla menninguna sem sprettur út um allt þessa dagana. Hún er ekki svo lítil eða ómerkileg.

Fyrst verður auðvitað að telja Epli og eikur hjá Hugleik. Bráðfjörug, fyndin og vel unnin sýning sem engum ætti að leiðast á (þó að krakkar hafi sennilega takmarkað gaman af henni þar sem mikil áhersla er á hnyttinn texta.)

Svo er síðasta sýning á Systur Angelicu og Gianni Schicchi eftir Puccini í flutningi Óperustúdíósins í Óperunni í kvöld. Tvær mjög ólíkar og afar skemmtilegar uppsetningar á stuttum verkum með færustu nemum tónlistarskólanna.

Ég var annars búin að plana að kíkja á hvað hinn orðmargi heimspekingu Slavoj Žižek hefði að segja í fyrirlestri sínum á morgun en var boðuð í auka píanótíma á sama tíma sem ég hef ekki samvisku í að sleppa. Það er kannski nóg að lesa bækurnar hans - hann verður stanslaust úr einu í annað í þeim - það er hvort eð er soldið eins og hlusta á fyrirlestur. Mér er alveg sama.

Pirr - eins og konan sagði.

3 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Hmmm... ég þyrfti að heimsækja þig.

Ásta sagði...

Já þú þyrftir þess. Hringdu bara í mig.

fangor sagði...

mig laaaaangar svo á þennan fyrirlestur. og akkúrat þá þarf maðurinn minn að vinna fullt og enginn til að passa grísinn. AAAAAARGH!