þriðjudagur, október 07, 2008
Það eru svokallaðir mánudagstónleikar uppi í Tónó næstkomandi mánudag kl. 19:30. Mér var sagt að smala fólki á þá - þannig að allir eru velkomnir. Ég mun syngja þar tvö angurvær íslensk lög og er annað þeirra mér sérstaklega hugleikið á þessum síðustu og verstu. Á æfingu í gær fannst kennara ég vera að ná að lifa mig inn í textann og spurði um inspirasjón - ég sagði henni að ég hefði sett mig í spor Geirs H. Haarde að ákalla íslensku þjóðina.
Það smellpassar - sjá:
Ektamakinn elskulegi
Ektamakinn elskulegi
útvalinn á gleðidegi
kær skal mér, en öðrum eigi
ann eg meðan lifir sá.
Þegar vetrarkuldinn kemur,
krapahríðum yfir lemur,
æskilega okkur semur,
inni í hreiðri kúrum þá.
Sumarblíða sefar mæði,
sofum við þá úti bæði,
og þó á vetrum vart sé fæði,
vöktum það sem frekast má.
Í sparsemi af því neytum,
um annarra ei ríkdóm skeytum,
unum hag og hvergi breytum,
hagkvæm þykir byggðin smá.
Skorti brauðs ei skulum kvíða,
skaparinn vill það ekki líða;
dreifir hann um foldu fríða
fræi því, er seðjumst á.
Það væri skemmtilegt verkefni fyrir fyrsta árs bókmenntafræðinema að rýna í línur ljóðsins og skýra í ítarlegu máli (dreifir hann um foldu fríða/fræði því er seðjumst ár = þarna er verið að minna á þær auðlindir sem landið býr yfir og hvetja íslensku þjóðina til að nýta þær til hins ýtrasta, það sé vilji Guðs, gæti einnig átt við um fjallagrös). Ég treysti hins vegar á túlkunargetu lesenda.
Bókmenntafræðingar sumir hverjir hafa einnig kosið að túlka textann sem ástaróð Haarde til Bubba kóngs. Hann er eignaður Hallgrími Péturssyni en ku víst vera eftir Séra Björn Halldórsson og saminn á 18. öld. Sannspár maður þar.
Lagið er hins veger nýlegt og eftir Tryggva M. Baldvinsson sem gefur upp tóndæmi á heimasíðu sinni. Svona ef fólk skyldi vilja raula með yfir kornflexinu.
Það smellpassar - sjá:
Ektamakinn elskulegi
Ektamakinn elskulegi
útvalinn á gleðidegi
kær skal mér, en öðrum eigi
ann eg meðan lifir sá.
Þegar vetrarkuldinn kemur,
krapahríðum yfir lemur,
æskilega okkur semur,
inni í hreiðri kúrum þá.
Sumarblíða sefar mæði,
sofum við þá úti bæði,
og þó á vetrum vart sé fæði,
vöktum það sem frekast má.
Í sparsemi af því neytum,
um annarra ei ríkdóm skeytum,
unum hag og hvergi breytum,
hagkvæm þykir byggðin smá.
Skorti brauðs ei skulum kvíða,
skaparinn vill það ekki líða;
dreifir hann um foldu fríða
fræi því, er seðjumst á.
Það væri skemmtilegt verkefni fyrir fyrsta árs bókmenntafræðinema að rýna í línur ljóðsins og skýra í ítarlegu máli (dreifir hann um foldu fríða/fræði því er seðjumst ár = þarna er verið að minna á þær auðlindir sem landið býr yfir og hvetja íslensku þjóðina til að nýta þær til hins ýtrasta, það sé vilji Guðs, gæti einnig átt við um fjallagrös). Ég treysti hins vegar á túlkunargetu lesenda.
Bókmenntafræðingar sumir hverjir hafa einnig kosið að túlka textann sem ástaróð Haarde til Bubba kóngs. Hann er eignaður Hallgrími Péturssyni en ku víst vera eftir Séra Björn Halldórsson og saminn á 18. öld. Sannspár maður þar.
Lagið er hins veger nýlegt og eftir Tryggva M. Baldvinsson sem gefur upp tóndæmi á heimasíðu sinni. Svona ef fólk skyldi vilja raula með yfir kornflexinu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég fékk velgju þegar ég sá þessa mynd af þeim Dabba og Geira.
Skrifa ummæli