föstudagur, október 17, 2008

Það gerðist heilmikið og skemmtilegt á æfingunni í gær. Kannski vegna þess að við bættum auka elementi inn í leikritið. Kannski vegna þess að ég kippti öllum ljósunum úr samband og notaðist bara við tvo gamla lampa til að lýsa upp sviðið. Segi ég ekki meira um það - forvitið fólk verður bara að koma á sýninguna eftir tvær vikur ;)

Einhverra hluta vegna fannst okkur þetta vera hinn ákjósanlegasti tími til að taka myndir. Símamyndir í myrkvuðu herbergi með takmarkaðri lýsingu eiga alltaf á brattann að sækja. Þessar hafa verið gífurlega fótósjoppaðar en eru þó ekki betri en svo að saman gera þær kannski eina almennilega mynd.

Leikararnir - Gummi, Rósa og Guðrún1 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Dulúð og læti.... Hlakka til að sjá þetta.