miðvikudagur, október 15, 2008
Við Auður settumst niður fyrir stuttu og höfðum notalegt vídeókvöld. Kíktum þar á hina finnsku, þöglu, svarthvítu, natúralisma mynd Juha frá árin 1999 - mikil skemmtun. Og svo frönsku söngvamyndina Les Chansons d'amour - eða Ástarsöngvar - frá árinu 2007 (sjá dvd link hér til hægri) sem ég hefði verslað á Amazon í einhverju bríeríi í haust (að sjálfsögðu vel f.K - fyrir Kreppu).
Okkur fannst hún reyndar frekar ruglingsleg í byrjun og aðalpersónan pirrandi en svo vann hún á. Ég kíkti á myndin aftur um helgina - vildi sjá hvort hún virkaði betur nú þegar ég vissi alla söguna fyrir fram. Hún gerði það - ætlan persónanna kannski ekki svo mikið skýrari en mun ljósara hvers vegna svo var. Hún ku líka vera að hluta til byggð á atburðum í lífi leikstjórans og höfundar tónlistar sem eru gamlir vinir. Ekki vildi samt betur til en svo að ég fékk myndina gjörsamlega á heilann - sérstaklega eftir að ég komst að því að soundtrackið er hið ákjósanlegasta undirspil við lærdóminn. Ljúfir tónar - gjörsamlega óskiljanlegur texti (fyrir frönskufatlað fólk):
Okkur fannst hún reyndar frekar ruglingsleg í byrjun og aðalpersónan pirrandi en svo vann hún á. Ég kíkti á myndin aftur um helgina - vildi sjá hvort hún virkaði betur nú þegar ég vissi alla söguna fyrir fram. Hún gerði það - ætlan persónanna kannski ekki svo mikið skýrari en mun ljósara hvers vegna svo var. Hún ku líka vera að hluta til byggð á atburðum í lífi leikstjórans og höfundar tónlistar sem eru gamlir vinir. Ekki vildi samt betur til en svo að ég fékk myndina gjörsamlega á heilann - sérstaklega eftir að ég komst að því að soundtrackið er hið ákjósanlegasta undirspil við lærdóminn. Ljúfir tónar - gjörsamlega óskiljanlegur texti (fyrir frönskufatlað fólk):
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli