þriðjudagur, júní 29, 2004
Allt að gerast. Ég er sennilega búin að selja bílinn minn; Embla ætlar að kaupa hann á hagstæðu verðu. Ég er loksins byrjuð á eldhúsframkvæmdunum í kjallaranum - vantar bara vegg sem kemur vonandi á morgun. Er á leið á Trékyllisvík um helgina ásamt Siggu Láru, Nönnu, Steina og Hraunmönnum. Munum gista á Djúpuvík fyrri nóttina, Trékyllisvík þá síðar eftir Hraunballið og almennt njóta íslenskrar náttúru. Það verður alltaf bara gaman. Bakið virðist eitthvað vera að skána og er ég fallin frá þeirri sjúkdómsgreiningu að ég sé komin með brjósklos - þetta var sennilega bara heiftarleg vöðvabólga. Því ætla ég í sund í hádeginu. Skal í Árbæjarlaug ásamt Emblu og stelpunum.
Heimatölvan er ennþá jafn dauð.
Heimatölvan er ennþá jafn dauð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli