miðvikudagur, júní 30, 2004

Fallegi bíllinn minn er farinn. Ég seldi fyrsta bílinn sem ég eignaðist í gær og vona bara að Embla feri um hann mjúkum höndum. Það var grunsamlega auðvelt að ná í hann á bílasöluna. Ég bara rölti inn, sagðist vera að ná í bílinn minn og fékk lyklana. Engin pappírsvinna, engin sönnunarkrafa á því að ég ætti í raun bílinn. Eygi þarna gullið gróðatækifæri...

Síðan þegar við Embla vorum búnar að skrifa undir okkar pappíra, koma lyklum í réttar hendur og setja barnabílstólana á sína staði skildu leiðir okkar og ég brunaði út á nes með umslag með 160 þúsund krónum í fimm þúsund köllum.

Sú ánægjulega tilbreyting átti sér stað að engin tölva kom nálægt þessu viðskiptum. Millifærsla smillifærsla.

Engin ummæli: