þriðjudagur, júní 08, 2004

Kæri herra heimur. Mig langar til að kenna þér eitt lítið orð. Eitt lítið götunafn í miðborg Reykjavíkur sem ég hef tekið eftir að vefst talsvert fyrir þér.

Þetta götuheiti er Sölvhólsgata.

Segðu það með mér. Sölv-hóls-gata.

Ekki Selfossgata, Selvhílsgata, Salvarsgata, Sölfólsgata, Söllhósgata, Selhólsgata, Selfhólsgata, Selvhólsgata eða Sólvalsgata.

Bara gata sem heitir í höfuðið á Sölvhól - ætli það sé ekki hóllinn hans Sölva; Sölvhólsgata.

Ekki svo flókið.

Heldurðu að þú getir munað það? Fyrir mig?

Engin ummæli: