föstudagur, júní 11, 2004
Ég er komin í frí og legst þá blogghöfgi yfir mig og mínar síður. Hef líka aðallega verið að rifja upp kynni mín af listinni að hanga og því ekki mikið markvert frá að segja. Það voru nokkrar leikæfingar uppi í Heiðmörk í vikunni en nú eru svo margir á leiðinni í leiklistaskólann á Húsabakka að leikritið er komið í frí næstu 10 daga.
Skotta kom til mín í gær og hjálpaði mér að rífa upp arfa í garðinu en veðrið er ekki eins gott í dag og nenni ég ómögulega aftur út í garð. Í staðinn mun ég skella mér í banka og borga reikninga, heilsa upp á fólkið í vinnunni og borða kökurnar þeirra (og leggja grundvöllinn að því að snapa mér iðnaðarmenn í næstu viku svo og eldhúsinnréttingar fyrir ekki neitt), leita að Póló-i í Bónus, fara með bílinn í skoðun og finna hið fullkomna, eldrauða blóm til að planta í hálsinn á kúrekanum.
Skotta kom til mín í gær og hjálpaði mér að rífa upp arfa í garðinu en veðrið er ekki eins gott í dag og nenni ég ómögulega aftur út í garð. Í staðinn mun ég skella mér í banka og borga reikninga, heilsa upp á fólkið í vinnunni og borða kökurnar þeirra (og leggja grundvöllinn að því að snapa mér iðnaðarmenn í næstu viku svo og eldhúsinnréttingar fyrir ekki neitt), leita að Póló-i í Bónus, fara með bílinn í skoðun og finna hið fullkomna, eldrauða blóm til að planta í hálsinn á kúrekanum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli