miðvikudagur, júní 30, 2004
Já ég gleymdi - tók nokkrar myndir af krakkaormunum hennar Emblu um daginn.
Fór annars með þeim í sund í hádeginu í gær. Þær eru skondnar. Ofboðslega ólíkar systur. Venjulega er Ragnheiður Dís öll á iði, klifrand og garandi - almennilega skvetta - á meðan eldri systir hennar er rólegri og yfirvegaðri. Ekki kannski alvarleg en talsvert minna fyrir öfgarnar. Hefur t.a.m. ekki slasað sig jafn oft og litla systir. Svo er þeim dýpt í vatn og eitthvað undarlegt gerist - þær skiptast á persónuleikum. Sigga Vigga verður manísk - hoppar og skoppar í lauginn og er slétt sama þótt hún kunni ekki að synda. Ragnheiður Dís hins vegar rígheldur í hálsinn á mömmu sinni og þorir ekki einu sinni að láta lappirnar leita að botninum. Henni fannst nú samt gaman - þarf bara að fá að venjast lauginni smám saman. Maður þurfti sífellt að fullvissa hana um að það væri allt í lagi þótt hún buslaði með fótunum eða settist í heita pottinum - maður mundi ekki sleppa. Fyrir rest var hún farin að sitja ein og óstudd - þótt annað hvort ég eða Embla hafi auðvitað alltaf verið aðeins í nokkurra sentimetra fjarlægð. Á meðan gerði Sigga Vigga sitt besta til að drekkja sér og var vatnsrennibrautinn óspart nýtt. Ég prófaði að fara einu sinni með hana en það var ekki svo sniðugt þannig að hún fór bara alein eftir það. Og hefði ekki getað verið sáttari.
Fór annars með þeim í sund í hádeginu í gær. Þær eru skondnar. Ofboðslega ólíkar systur. Venjulega er Ragnheiður Dís öll á iði, klifrand og garandi - almennilega skvetta - á meðan eldri systir hennar er rólegri og yfirvegaðri. Ekki kannski alvarleg en talsvert minna fyrir öfgarnar. Hefur t.a.m. ekki slasað sig jafn oft og litla systir. Svo er þeim dýpt í vatn og eitthvað undarlegt gerist - þær skiptast á persónuleikum. Sigga Vigga verður manísk - hoppar og skoppar í lauginn og er slétt sama þótt hún kunni ekki að synda. Ragnheiður Dís hins vegar rígheldur í hálsinn á mömmu sinni og þorir ekki einu sinni að láta lappirnar leita að botninum. Henni fannst nú samt gaman - þarf bara að fá að venjast lauginni smám saman. Maður þurfti sífellt að fullvissa hana um að það væri allt í lagi þótt hún buslaði með fótunum eða settist í heita pottinum - maður mundi ekki sleppa. Fyrir rest var hún farin að sitja ein og óstudd - þótt annað hvort ég eða Embla hafi auðvitað alltaf verið aðeins í nokkurra sentimetra fjarlægð. Á meðan gerði Sigga Vigga sitt besta til að drekkja sér og var vatnsrennibrautinn óspart nýtt. Ég prófaði að fara einu sinni með hana en það var ekki svo sniðugt þannig að hún fór bara alein eftir það. Og hefði ekki getað verið sáttari.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli