þriðjudagur, nóvember 02, 2004
Hafiði tekið eftir því hvað fréttnæmir atburðir eru gjarnir á að koma í pökkum? 16. janúar árið 1990 gerðust fjórir hlutir:
1. Saddam Hussein neitaði að hverfa frá Kúveit og George Bush hóf Persaflóastríðið með innrás í Írak
2. Noregskonungur dó
3. Heklugos hófst*
Uppskriftin er sem hér segir:
Einn afdrifaríkur atburður á alþjóðamælikvarða tengdur Bushbjálfa
Einn harmleikur
Eitt stykki eldgos á Íslandi
Og hvað gerist í dag?
1. Forsetakosningar í Bandarríkjunum þar sem úr því verður skorið hvort að Bush Jr. og kumpánar fá að klúðra heimsmálum í fjögur ár í viðbót eður ei
2. Hræðilegt morð í Kópavogi
3. Eldgos í Grímsvötnum
(síðustu tveir atburðirnir áttu sér stað í gær en voru í fréttum fyrst í dag)
Ég á kannski nokkuð langt í land með að komast í röð bestu samsæriskenningarmanna. Hitt veit ég með vissu að að mér setur óþægilega kunnuglega deja-vu tilfinningu.
* Einnig varð Heiða Skúla 16. ára þennan dag en erfitt að flétta hana með góðu móti inn í þessa alheimssamsæriskenningu
1. Saddam Hussein neitaði að hverfa frá Kúveit og George Bush hóf Persaflóastríðið með innrás í Írak
2. Noregskonungur dó
3. Heklugos hófst*
Uppskriftin er sem hér segir:
Einn afdrifaríkur atburður á alþjóðamælikvarða tengdur Bushbjálfa
Einn harmleikur
Eitt stykki eldgos á Íslandi
Og hvað gerist í dag?
1. Forsetakosningar í Bandarríkjunum þar sem úr því verður skorið hvort að Bush Jr. og kumpánar fá að klúðra heimsmálum í fjögur ár í viðbót eður ei
2. Hræðilegt morð í Kópavogi
3. Eldgos í Grímsvötnum
(síðustu tveir atburðirnir áttu sér stað í gær en voru í fréttum fyrst í dag)
Ég á kannski nokkuð langt í land með að komast í röð bestu samsæriskenningarmanna. Hitt veit ég með vissu að að mér setur óþægilega kunnuglega deja-vu tilfinningu.
* Einnig varð Heiða Skúla 16. ára þennan dag en erfitt að flétta hana með góðu móti inn í þessa alheimssamsæriskenningu
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ég fann hvernig skelfingarhrollur læddist niður bakið á mér. I think you're on to something, just don't know what "that" is. Kv, JYJ
Omg... ef þú hverfur skyndilega af landi brott og skilur eftir þig bréf sem inniheldur tregablandin kveðjuorð ... þá veit maður hvað klukkan slær... :-/
Athyglisverð kenning, væri vel þess virði að einhver tæki að sér að skrifa svosem eitt stykki doktorsritgerð um hana. Það yrði allavega skemmtilegri lesning en doktorsritgerð um nafnháttarmerki eða hvaða ofursértæku svið það annars eru sem menn verja 3-10 árum í að rannsaka.
Og stenst sennilega í þokkabót. Þegar allt kemur til alls líður vart sá dagur að Bush geri ekki eitthvað nógu bjálfalegt til að það geti í einhverju samhengi talist til stórtíðinda og þá gjarnan tragiskra.
Skrifa ummæli