sunnudagur, nóvember 14, 2004

Hér sit ég á sunnudagseftirmiðdegi og falda gardínur (er bara í smá bloggpásu). Í gær prjónaði ég vettlinga af miklum móð. Ég held ég sé hægt og sígand að breytast í ömmu mína og nöfnu. Svosem ekki leiðum að líkjast. Annars er ég aðallega að hugsa um blóm. Spennandi, ég veit. Ekki veit ég hvaðan hugsunin kom en ég fór að spá í það af hverju fólk gefur blóm - hverjum og af hvaða tilefni. Getur einhver svarað því? Nú væri hjálplegt að fá svör; af hverju gefur þú blóm og þá hverjum og af hvaða tilefni? Af hverju að standa í því yfir höfuð? Þetta er litríkt og rándýrt gras sem fölnar á þremur dögum! Mér leikur virkilega forvitni á að vita þetta.

5 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Það er alltaf snilld að færa veiku fólki eitthvað fallegt úr náttúrunni þegar það kemst ekki út. Svo fá nýbakaðar mæður líka blóm, kannski er það eitthvað táknrænt Móðir Jörð syndrome eða eitthvað. Og svo er náttúrulega snilld að fá blóm á veturna. Þá er allt dautt enívei.

Sigga Lára sagði...

Það er nú gott að ég skuli ekki vera ein um að vera að breytast í ömmu mína og nöfnu... væri samt alveg til í að nenna líka að taka jafn mikið til og hún.

fangor sagði...

það er nú það. mér finnast blóm falleg, það er góð lykt af þeim sumum hverjum, það er gaman að horfa á þau meðan þau lifa. kannski er þetta líka (svona til að leggja nú eitthvað til málanna í þjóðsöngsumræðunni) einhver tilfinning um að allt sé í heiminum hverfult, ekkert lifir að eilífu og maður getur setið sem eitt eilífðar smáblóm, tilbeðið guði sína og dáið með þann sannleik í huga...og fundist það bara allt í lagi

Ásta sagði...

Það er nú gott og blessað. En spurningin var; hvers vegna gefur þú blóm og þá hverjum? Hvað er það fær þig til að segja við sjálfa þig: "best að kaupa blóm handa xxx" og hvað gerði xxx til að verðskulda það?

Svandís sagði...

Ég gef öllum blóm, ungum sem gömlum, mönnum sem konum og af alls kyns tilefnum. Og stundum af því bara. Þarf ekkert endilega tilefni. Ég hef til dæmis gefið blóm vegna: afmælis, sorgar, veikinda, fæðingar, góðs árangurs í prófum, stöðuhækkunar, nýrra híbýla, nýs bíls, þegar mér hefur verið boðið í mat eitthvert og örugglega af fleiri tilefnum. Mér finnast blóm bara svo falleg og það að hafa falleg blóm í vasa lífgar svo mikið uppá og gerir heimilislegt. Ég vildi helst alltaf hafa falleg blóm út um allt í húsinu mínu.