mánudagur, desember 20, 2004
Jæja árinu eldri og aldurskomplexar næstum því hættir að segja til sín. Eftir að hafa fylgst með Snorra Hergli verða þrítugur með látum um helgina rifjaðist upp mín eigin örvænting yfir þeim merku tímamótum. Sem virka ekki svo merk lengur. Þá var ég ung og vitlaus og hélt að tíminn hefði bitið á mér í síðasta skipti. Eitthvað í þá veru. En ég varð samt bæði þrjátíuogeins og þrjátíuogtveggja og verð að öllum líkinum þrjátíuogþriggja að ári. Mál komið að sætta sig við þróunina.
Þannig að - fyrst að þetta kallast nú afmælisdagurinn er ekki úr vegi að heiðra hann sem slíkann. Halldór og Jóhanna hafa boðið mér í mat í kvöld en svo ætla ég bara að vera heima hjá mér og ef fólk vill heilsa upp á mig er það velkomið. Formlegheit, hins vegar, verða nákvæmlega engin þó mögulega verði hægt að plata mig til að hella upp á kaffi.
Þannig að - fyrst að þetta kallast nú afmælisdagurinn er ekki úr vegi að heiðra hann sem slíkann. Halldór og Jóhanna hafa boðið mér í mat í kvöld en svo ætla ég bara að vera heima hjá mér og ef fólk vill heilsa upp á mig er það velkomið. Formlegheit, hins vegar, verða nákvæmlega engin þó mögulega verði hægt að plata mig til að hella upp á kaffi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Til lukku með ammælið :-)
Til hamingju með afmælið gæskan, ég verð að láta nægja að heimsækja þig í anda þetta árið, húsið er í rúst, verkfæri og smíðaafgangar um allt, tengdó að koma á morgun, jólamatur og jólagjafir ókeyptar og jólakort óskrifuð.
Berglind - þrjátíuogekkert, ennþá... :-)
Til hamingju með afmælið :)
Skrifa ummæli