mánudagur, desember 27, 2004
Stundum þykist ég geta prjónað. Tók til að mynda þá ákvörðun í nóvember að ég skyldi prjóna vettlinga á alla í jólagjöf. Það fór nú ekki alveg eins og ég ætlaði. Tókst að koma hvorki fleiri né færri en þremur pörum í pakka. Er með þrjú önnur í lokavinnslu. Framleiðnin er ekki meiri en þetta. En ég hef allt árið framundan til að æfa mig fyrir næstu jól og hver veit nema ég hefji leikinn upp á nýtt og ókannað plan. Ég held ég geti fullyrt það að engir aðrir muni finna annað eins í jólapakkanum að ári.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég hrósa happi yfir að hafa fengið eitt af fullbúnum pörum og hlakka gífurlega til að fá svona framúrstefnulega framleiðslu í jólapakkann að ári. Vettlinga"vandann" hefðir þú hins vegar getað leyst fyrr á árinu með því að eignast nokkra nýja, einhenta vini. Þýðir ekkert að sýta það: gerir það bara að áramótaheiti fyrir nýja árið!
ég fékk vettlinga! og þeir eru æði. ég bíð spennt eftir skíðagrímunni minni í stíl:þ
Skrifa ummæli