miðvikudagur, febrúar 09, 2005
Leyfist manni ekki að skrifa stöku væliblogg? Í dag er ég þreytt og mér illt í bakinu. Ætli kort í Baðhúsinu sé ekki involverað í næsta skrefi.
Gærdagurinn var lýjandi þar sem útför eins samstarfsmanns mín fór fram. Hann dó langt fyrir aldur fram og það var erfitt að horfa upp á fjölskyldu hans reyna að komast í gegnum athöfnina. Ég var allan tímann að einblína á skreytingarnar í kirkjunni, velta fyrir mér pípuorgelinu, telja spýturnar í grindinni fyrir neðan það (216) - allt annað en hvað þetta var sorgleg stund. Þegar kistan var borin út og niðurbrotin dóttir hans gekk á eftir brotnaði stíflan. Ég var búin að skoða allt í kirkjunni og þaðan sem ég sat gat ég ekki séð munstrið á steinuðu gluggunum.
Pant ekki þurfa að vera viðstödd fleiri útfarir í bráð.
Gærdagurinn var lýjandi þar sem útför eins samstarfsmanns mín fór fram. Hann dó langt fyrir aldur fram og það var erfitt að horfa upp á fjölskyldu hans reyna að komast í gegnum athöfnina. Ég var allan tímann að einblína á skreytingarnar í kirkjunni, velta fyrir mér pípuorgelinu, telja spýturnar í grindinni fyrir neðan það (216) - allt annað en hvað þetta var sorgleg stund. Þegar kistan var borin út og niðurbrotin dóttir hans gekk á eftir brotnaði stíflan. Ég var búin að skoða allt í kirkjunni og þaðan sem ég sat gat ég ekki séð munstrið á steinuðu gluggunum.
Pant ekki þurfa að vera viðstödd fleiri útfarir í bráð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Úfff.... Aumingja þú. Þetta eru skelfilegustu aðstæður sem ég veit.
Þetta er alltaf svo hræðilega erfitt. Maður reynir eins og maður mögulega getur að halda andlitinu og svo þegar maður heldur að maður sé búinn að hlaða stíflu fyrir tárakirtlana kemur ótrúlega tregafullur og fallegur sálmur sem snýr upp á taugarnar í manni og allar varnir bresta.
Skrifa ummæli