fimmtudagur, maí 26, 2005

Góður nætursvefn gerir kraftaverk. Eftir afar ruglingslegar draumfarir um söngnám, Eurovision og geimverur vaknaði ég endurnærð í morgun hafandi látið undirmeðvitundina alfarið um að greiða úr geðshræringu gærdagsins. Talaði svo við kennarann minn áðan sem er rasandi yfir þessu hneyksli sem borgin skellti á alla tónlistaskóla núna nýlega. Já bara núna í þessari viku held ég. Tónó er víst ekki eini skólinn sem er að lenda í þessari vitleysu (Siggalára – Árni ætti endilega að tékka á Söngskólanum og athuga stöðuna.) Á meðan er ég orðin pollróleg á ný; ætla að taka námskeið í hljómfræði í júní og almennt að sníða mér stakk eftir vexti. Miðað við það fjaðrafok sem þessi ákvörðun borgarinnar virðist hafa valdið er aldrei að vita nema einhverjar breytingar verði gerðar. Maður ætti kannski að reyna að troða þessu í blöðin? Reyna að róta soldið í málinu?

Nú þarf ég bara að fá tölvuna mína á ný svo ég geti farið að skrifa allar þær greinar sem við Auður erum að plotta. Það verður ekkert elsku mamma get ég sagt ykkur ... Muahahaha! ;)

2 ummæli:

Þórunn Gréta sagði...

Hvurs konar eiginlega endemis þvættingur er þetta????? Ég verð þá orðin of gömul á næsta ári.....

Ásta sagði...

Þeir sem eru þegar skráðir í skólann fá tveggja ára "aðlögunar tíma" eftir 25 ára aldur. Ég veit ekki alveg hvernig á að túlka það fyrir þá sem eru 24 ára í dag. Þetta er svo mikil andskotans vitleysa - skólagjöldin hátt á annað hundrað þúsund og samt þurfa skólarnir að treysta á borgina til að lenda ekki á hvínandi kúpunni.