miðvikudagur, maí 04, 2005
Ég er að gera heiðarlega tilraun til að plana sumarfríðið mitt. Hefur gjarnan verðið lítið verk og létt því ég á sjaldan pening til að gera nokkurn skapaðan hlut. Er farin að horfa löngunaraugum á sumarbústaði – sérstaklega þennan í Þýskalandi sem ég get fengið í viku annað hvort um mánaðamóti júní/júlí eða júlí/ágúst (Verslunarmannahelgin.) Þetta er ekki slæmur díll – 32. þúsund fyrir 6 manns íbúð í eina viku. Ef ég get fengið 5 manns með mér er þetta gjafaverð. Hvað segiði? Er einhver áhugasamur? Það þyrfti að græja þetta frekar fljótt – sérstaklega upp á að fá flug á góðu verði. Þessi íbúð er í Bremen – sem er norðarlega í Þýskaland – ekki svo langt frá Hamburg. Eða Hollandi. Gæti þetta ekki bara orðið soldið gaman? Það er smá séns að mér takist að snúa upp á handleggina á Auði og Ragga, þá vantar bara þrjá...
Að öðru: tölvan mín er farin í læknismeðferð hjá Steina. Málið er ennþá á greiningarstiginu og á ég eftir að heyra í honum um hversu alvarlegt það er. Ætla ekki að stressa mig á því - það fer nú bara eins og það fer. Allar heilunarhugsanir fara beinustu leið til fangor þessa dagana.
Að öðru: tölvan mín er farin í læknismeðferð hjá Steina. Málið er ennþá á greiningarstiginu og á ég eftir að heyra í honum um hversu alvarlegt það er. Ætla ekki að stressa mig á því - það fer nú bara eins og það fer. Allar heilunarhugsanir fara beinustu leið til fangor þessa dagana.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli