föstudagur, maí 06, 2005

Ég bætti við link hérna til hægri. The Loa - mitt alter ego. Ég byrjaði á þessu live journal kroti fyrir tæpum tveimur árum og var pælingin sú að láta sem fæsta vita svo ég gæti verið nokkuð hreinskilnari þar heldur en hér. Þróunin hefur nú samt orðið sú að ég læt nokkurn veginn sams konar hluti flakka á báðum stöðum (þó aldrei alveg það sama) og virðist hálf kjánalegt að vera eitthvað að halda þessu leyndu. S.s. ég er með annað blogg (sem útskýrir að einhverju leyti af hverju þetta er svona rýrt) og er eini munurinn á því og þessu sá að ég skrifa þar eingöngu á ensku.

Vissu þetta kannski allir?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég vissi það, en bara af því að Auður er með link og ég laumubloggles Auðar blogg (sem og svo mörg önnur) ;)

Svandís