föstudagur, maí 20, 2005

Ææ - útskúfuð frá úrslitakeppninni. Og Blaðið í dag stútfullt af girnilegum Júrótilboðum (sko ef Selma vinnur.) Ekkert við því að gera annað en að skemmta sér ærlega annað kvöld.

Ég kíkti heim til mágkonunnar í grill í gær. Halldór var ekki heima framan af þannig að við reyndum að tjónka við krakkana og grillið eftir bestu getu þar til vel var liðið á keppnina og við gátum sest til borðs (eða öllu heldur Jóhanna Ýr grillaði og ég sat í sófanum með bjór.) Þá var litli bróðir mættur og dýrindins matur snæddur. Gísli Hrafn stefnir í prýðis Júróspeking og var Noregur í miklu uppáhaldi hjá honum (og ... Rúmenía? Moldavía?) Hann hafði í öllu falli betra skynbragð á því hvaða lög voru líklega til að ná til fjöldans heldur en við hin. Sá ekki hvað honum fannst um íslenska lagið því Sigrún Ýr sá ástæðu til að reyna að keppa við Selmu og gólaði svo kröftulega með að ekki var nokkur leið að heyra í laginu nema með því að taka barnið upp og veit því smá athygli á meðan. Annars var aðalfókusinn á hatta og önnur höfuðdjásn og mikið spáð og spekúleraða í hárteyjur, spennur með stórum blómum (fylgir því að eiga 13 ára systur) og fyrrnefnda hatta:Við mágkonurnar (+ Auður í öðru bæjarfélagi) sammælgdumst um að kjósa Slóveníu og síðan var brunað á tónleika með Hrauni á Rósenberg. Þar var sveitin að halda upp á útgáfu á partýdiskinum Partý! og tókst af stakri prýði að spila 3 tíma prógram af eingöngu frumsömdu efni. Ég kom alltof seint heim og þrátt fyrir sáralitla áfengisneyslu líður eins og ég sé þunn. Sennilega svefnleysi að kenna. Nema ég sé ennþá að reyna að jafna mig á atriðinu frá Hvíta-Rússlandi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá, ég tók ekki eftir því að SÝH væri að gráta yfir atriðinu... svona er maður orðinn ónæmur. En suddalega lekker mynd af okkur GHH, ég er ímynd hreystis og fegurðar :o/
En já... GHH var augljóslega með betra nef fyrir hvað almúginn vill... Kv,JYJ

Ásta sagði...

Nei nei - hún var ekki að gráta. Bara að láta heyra í sér - má vel vera að hún hafi verið að syngja. Ég tók hana upp um leið og hún hætti og fór að reyna að ná gleraugunum mínum.