föstudagur, júní 17, 2005

Gleðilega þjóðhátíðardag nær og fjær.

Ég skellti mér niður í bæ í góða veðrinu og seldi blöðrur og sleikjósnuð á uppsprengdu verði handa krakkaormum til kl. 6 í Hugleikstjaldinu. Hitin niður í bæ var slíkur að maður prísaði sig sælan að vera bara inni í tjaldi og fá smá skugga á sig. Svona líkt og hefði verið dembi rigning. Þá er líka gott að geta sótt í skjólið. Í raun skiptir það engu máli fyrir tjaldsölumenn hvernig viðrar - bara að eiga nógu mikið helíum.

Þetta var fínt en nú er ég búin með þjóðhátíðarskammtinn. Ég heyri í hljómsveitunum sem spila við Arnarhól heim til mín (Írafár var að spila Allt sem ég sé rétt áðan) og sé engen tilgang í því að gera mér einhverja ferð út úr húsi til að hlíða á tónleika.

Í tilefni dagsins ákvað ég að klæða bloggið sumarfötunum. Einnig var Varríus að barma sér yfir því að geta ekki lesið þetta blogg og þótt ég hafi ekki fengið fleiri kvartanir veit maður aldrei. Vonandi virkar þetta betur. Og til hamingju, Ljótu Hálfvitar, með Grímuna ef þið skylduð lesa þetta einhvern tímann.

1 ummæli:

Varríus sagði...

ÍHA! nú get ég lesið!