miðvikudagur, júní 15, 2005

Tæki og tól halda áfram að svíkja mig. Ef einhver sem les þetta skyldi slysast framhjá Háteigsveginu vil ég að það komi skýrt fram að ástæðan fyrir því að garðurinn minn er aðeins hálfsleginn er sú að bannsett slátturvélin koxaði á steini sem hún reyndi að slá. Nú situr hún skömmustuleg og ansi lemstruð úti í garði og verður að vera á hvolfi til að forða því að allt leki niðrum hana. Mín annars umtalsverða leti kom ekki við sögu hér - bara svo það sé á hreinu.

Annars olli vélin mér meiri ama en að bregðast þeim skyldum sínum að færa mér fallegan garð. Nú hef ég ekki afsökun fyrir því að vera úti í góða veðrinu og verð að halda áfram með viðtölin sem ég ætlaði víst að klára í dag. Grr...

Til hamingju með afmælið Svandís og ektamaður. Hvernig væri nú að kíkja í heimsókn bráðlega svo hægt sé að halda almennilega upp á afmælið?

Engin ummæli: