fimmtudagur, júní 02, 2005

Það skiptast á skin og skúrir í mínu sálarlífi. Nýjasta drama? Hátalarnir á tölvunni sem ég nota nú í vinnunni (sumarstarfskrafturinn er með mína) vilja ekki virka. Sem þýðir að hér ríkir alger þögn og enn og aftur get ég ekki hlusta á nýja diskinn minn. Í sjötta skipti á einum sólarhring. Ahemm.

Já ég á bágt. Blóm og kransar vel þegnir.

Annars er ég nú bara að venjast nýjum aðstæðum - líkt og nýja stelpan. Svona til að bjóða hana velkomna í ríkisbatteríið bankaði upp á hjá okkur fyrir hádegi eldri kona sem ég hef grun um að hafi komið hingað áður. Hún virtist vera að leita að Lyfjastofnun en brátt varð ljóst að allar hennar fyrirætlanir voru algjört aukaatriði því þessari ágætu konu var það til lista lagt að geta sett heilann sinn algjörleg á random. Það er ekki hver sem er sem getur spannað ein 7 umræðuefni í einni setningu og það án þess að anda. Þegar ekki leit út fyrir að hún ætlaði sér nokkurn tímann að fara þóttumst við Katrín skyndilega vera önnum kafnar og ég opnaði fyrir hana hurðina. Þurfti reyndar að gera nokkrar tilraunin því aumingja konan var sífellt að stoppa í hurðinni og segja okkur skoðanir sínar á Indverjum, landrofi, háskólamenntun, ríkisrekstri, sjómennsku og fleira skemmtilegu.

Bætti við link á hann Guðmund Erlingsson sem ég þekki að vísu ekki neitt en hef stolið svo grimmt af honum tónlist (og ber hann einnig ábyrgð á nýjust plötukaupum mínum) að annað er varla sæmandi.

Átti einstaklega ljúfa kvöldstund í gær þar sem ég sat við stofuborðið mitt í þrjá og hálfan tíma og gerði hljómfræðiverkefnin mín. Hlustaði bara á góða tónlist (sjá ofar í færslu) og dundaði mér við að gera hljómkort og fleira gáfulegt sem ég kann ekki að útskýra. Var að vísu soldið lengi að átta mig á hvað sneri upp og hvað niður og var alltaf að byrja á vitlausum verkefnum en þetta hafðist. Og var bara alls ekki leiðinlegt. Einhvern veginn á ég ekki von á því að sú upplifun nái að endurtaka sig.

Þessi færsla fer að verða jafn random og kerlingargreyið (þarf endilega að spyrja hana að nafni næst þegar hún kemur - sem verður samkvæmt útreikningum mínum í byrjun september 2006.)

Jamm.

2 ummæli:

sapuopera sagði...

Af hverju er sumarafleysingamaður með hátalarana þína?

Ásta sagði...

Maður á það til að snúa upp á setningarnar sínar í geðshræringum. S.s. svo það sér á hreinu: sumarafleysingin stitur kampakát við mína tölvu og spilar ekki neitt á meðan ég sit fýld fyrir framan tölvu með biluðu hljóðkorti. Annars er ég búin að kaupa mér gettóblaster og hef tekið gleði mína á ný.