þriðjudagur, júní 21, 2005

Kæri herra almáttugi drottnari (og frú).

Elsku besti láttu mig vakna einn morguninn (helst í vikunni) með þann hæfileika að kunna alla tóna og Dúr og mollstiga aftur á bak og áfram. Það er óþarfi að kenna mér þá - vitneskjan er þarna en ef hægt væri að auka vinnsluminnið um slatta mikið af megabætum væri ég afskaplega þakklát og ætti jafnvel séns á að ná hljómfræðiprófinu efir tæpar tvær vikur. Eins og staðan er á ég nokkuð auðvelt með að temja mér nýjar reglur en framleiðni hljómaraða gengur hryllilega hægt fyrir sig sökum þjálfunarleysis í að kenna fyrrnefnda tóna og tónstiga. G-lykillinn er að vísu á nokkuð góðu róli en það er verrar með F. Ef ég er 5 tíma að berja saman tvær hljómaraðir heima hjá mér er hætt við að ég þurfi örlítið lengri tíma en þær þrjár stundir sem prófið á taka.

Með von um skjót viðbrögð
Ásta

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þó ég sé Alpha og Omega er tími kraftaverka liðinn, Ásta mín. Eftir endalausar byltur undanfarin ár(af hestbaki og við kukl þín með tarotspil mér ber að nefna), ertu búin með kvótann. Því miður. Afsakið að ég svaraði þér ekki fyrr. Með kærri kveðju, Guð Almáttugur.