Ég skellti mér í heilsubótargöngutúr í hádeginu í dag og kom aftur til baka þó nokkrum krónum fátækari. Gönguferðir eru með dýrari líkamsrækt sem ég get stundað. Ferð upp og niður Laugarveginn kostaði mig:
1 jójó (200 kr. í Tiger)
Heathers á dvd (400 kr. í Tiger)
1 pulsa + kók (300 kr. í sjoppu)
Yann Tiersen - Les Retrouvailles (2990 kr. geisladiskur + dvd)
Samtals 3890 kr. Margborgar sig að skipta við líkamræktarstöðvar.
Ég s.s. viltist inn á blogg sem Siggalára linkar á, fann þar einhver lög sem mér leist svo ágætlega á að ég keypti diskinn í snarhasti.
Er nú farin að sjá eftir því. Fjandans diskurinn vill ekki spilast í tölvunni! Og ég sem á ekki geislaspilara. Það kemur jú einhver ósköp ljúf teiknuð stuttmynd þegar ég set diskinn í en það er það eina sem finnst. Mér finnst þetta ansi dýr stuttmynd. Það fylgir annar diskur með þessari (deluxe) útgáfu; dvd af einhverri mynd sem ég veit ekkert um og finnst það bara spennandi. Kostaði fyrir vikið 1000 kr. meira en bara geisladiskurinn - þeir sem þekkja mig vita að ég get ekki látið svoleiðis vera.
En það átti að vera bónusinn - ekki allur pakkinn! *humph!*
Hin sorglega staðreynd er sú að það hefði verið miklu einfaldara fyrir mig að finna og dánlóda lögunum fullkomlega ólöglega af netinu. Og talsvert ódýrara. Ok ég er kannski pínu ponsu taugaveikluð. WinAmp neitar að spila diskinn en Windows Media Player er alveg geim. Allt í góðu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli