þriðjudagur, janúar 24, 2006

Ég get ekki gert það almennilega upp við mig hvort ég sé svona húðlöt eða brjálæðislega upptekin. Einhvern veginn virðist ég ekki hafa tíma fyrir neitt sem ég tek mér fyrir hendur - sem þýðir að mér tekst að láta allt sitja að einhverju leiti á hakanum.

Ég mæti í vinnu sem ég hef þó varla tíma fyrir því ég þarf að taka mér frí tvisvar í viku til að mæta í skóla sem ég hef svo lítinn tíma til að læra fyrir.

Leiklistin tók mikið af mínum tíma fyrir áramót en það er komin pása á það núna og ætti þá að vænkast hagur Strympu til muna en svo virðist ekki vera.

Keypti mér kort í ræktinni í síðustu viku og hef mætt tvisvar. Ég er ekki að slugsa en kannski enginn ofurárangur.

Mætti á ágætisdjamm um helgina (afmæli Svavars) en þurfti frá að hverfa fyrir miðnættu sökum gífurlegrar þreytu.

Ég á bunka af sjónvarpsþáttum inni á tölvunni sem ég hef ekki gefið mér tíma til að horfa á þannig að ekki er það það.

Svo er ég stanslaust að lofa upp í ermina á Auði - ætla að skrifa alls konar hluti og kemst einhvern veginn aldrei úr startholunum.

Já og Mastersritgerð. Hún hefur týnst þarna mitt í öllu aðgerðaleysinu.

Humm... kannski er þetta bara einhver janúardepurð sem dregur úr manni dug og táp. Það mun að sjálfsögðu vera allt annað uppi á teningnum þegar ég kem aftur heim frá Ástralíu, öll endurnærð og brún og sælleg og tekst á við að setja upp þessa heimasíðu sem ég var að taka af mér (og þarf víst að byrja á að dusta rykið af gömlu html trixunum.)

Er einhver séns á að ég sé að taka mér of mikið fyrir hendur eða þarf ég bara að læra að skipuleggja tíma minn á hagkvæmari hátt? Er svefn og afslöppun kannski bara fyrir lúsera?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bróðir þinn kvartar yfir skipulagsleysi, segir sig vanta sárlega eitthvert kvalitet sem hjálpi honum að skipuleggja tímann betur. Bað mig að kenna sér, ég veit nú ekki hvort ég er besti aðilinn í það :o/ Því miður verð ég að segja að ég hef sjaldan hitt óskipulagðari manneskju en hann, sem mér fannst reyndar soldið "kjút" fyrst þegar við hittumst. En er kannski ekki eins "kjút" þegar hann hringir fimm sinnum í einni búðarferð því hann skrifaði ekki innkaupalista, ehemm. Vona að hann nái að tileinka sér þetta. Og það bráðlega muhohoho :o)

fangor sagði...

held að mesmegnis stafi þetta nú af skipulagsskorti, því miður. það er amk. mín reynsla, einhvern vegin tekst okkur jg að gera allan fjandann með jafn marga tíma í sólarhringnum. maður verður að koma sér upp rútínu og halda henni hvað sem tautar og raular, annars fer allt í vitleysu. og þá verður maður þunglyndur og nennir ekki að leysa úr sjálfsskaparvítisvandærðunum...

Auður sagði...

Ég hallast frekar að því að öll viðfangsefnin þín, eins og mastersritgerðin, ræktin og heimaverkefnin, flokkist undir "sérstæður" (þar sem jöfnur almennu afstæðiskenningarinnar eru ólínulegar og hafa lausnir þar sem sveigja tímarúmsins og orkuþéttleiki efnisins stefna á óendanlegt einhvers staðar í tímarúminu) - líkt og svarthol og miklihvellur. Sjá: http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=1966

fangor sagði...

get reyndar tekið undir þetta með auði, enda miklu skemmtilegri skýring. ég glími einmitt við þá sérstæðu núna að búa til peninga úr öllu tómstundagamninu sem étur tímann á mínu heimili