þriðjudagur, janúar 24, 2006

Svipmynd úr ræktinni:

Ásta situr sveitt við að reyna að bifa einhverju handlóðatækinu á næst-minnstu stillingu og er of upptekin til að taka mikið eftir gaurunum á nálægum tækjum. Þ.e. þar til þeir opna munninn:

Gaur 1: "Ég get ekki! Þetta er of erfitt!" *grenj*
Gaur 2: "Koma svo! Massa þetta!"
Gaur 1: *sob*
Gaur 2: "Ímyndaðu þér að ... að ... þú sért að berja lögguna!"
Gaur 1: "Aaarrrgggh! Djöfulsins, helvítis, andskotans ...." [fullkomlega óprenthæft]
Gaur 2: "Það var lagið."

Ísland í dag.

Engin ummæli: