mánudagur, janúar 02, 2006

Rigningasuddi og grámygla er boðberi nýs árs. Finnst enn sem komið er vanta soldið fútt í þetta en ætla að gefa því séns fram yfir, tja, 3. janúar.

Árómótin voru frekar róleg - a.m.k. rólegri en þau hefðu getað orðið þar sem ég komst í kast við hin djöfullegu djellósjots Stebba, sem hélt sitt árlega áramótateiti. En ég hafði yfirhöndina í þeirri baráttu, greip réttri hendi í óæðri endann um fjögurleytið og kom mér heim. Fann meira að segja leigubíl og var höfuðið mitt afskaplega þakklát þessum skjótu viðbrögðum daginn eftir. Þurfti nú samt að sofa til hálf þrjú til að koma því í samt lag.

Tók meðvitaða ákvörðun um að horfa á allar Matrix myndirnar í réttri röð í gær. Þær eru svo óttalega ruglingalegar og meingallaðar að ég er hrædd um að ég hafi ekki endilega gefið þeim alla sénsa sem þær eiga skilda. Sú fyrsta var jafn góð og mig minnti. Reloaded of löng og treysti um of á tölvugrafík en hélt athygli minni og það virtist vera heil brú í því sem þeir Wachowski bræður (nú Wachowski systkini) voru að segja. Nema djelloshotin hafi unnið slíkan skaða - hver veit. Sú síðasta þurfti reyndar að víkja fyrir Hable con ella í ríkissjónvarpinu. Ég ætla að reyna við hana í kvöld. Held svei mér þá að þær gangi betur upp þegar horft er á þær í einni lotu en ætla að bíða með allar stærri yfirlýsingar þar til verkinu er lokið (og endanlega runnið af mér.)

2 ummæli:

Þórunn Gréta sagði...

Gleðilegt nýtt ár, takk fyrir gamla og allt það. Ég ætlaði að koma í ammælishittinginn þinn en þá var maður að gera við nettenginguna frítt og ég kunni ekki við að skilja hann eftir einan og stinga af í partý. En við hittumst í hljómfræðitíma á mánudaginn geri ég ráð fyrir.

Ásta sagði...

Næsta mánudag? Jæks. Enginn friður. Það þýðir þá væntanlega að ég þarf að mæta aftur í tónheyrn *andvarp*