mánudagur, janúar 16, 2006

Ég ... steingleymdi að læra heima. Steingleymdi yfirleitt að ég væri í skóla. Slakaði svo gríðarlega vel á um helgina að öll slík vitneskja lak ofan í sófann. Ég neyðist til að kenna bjórnum um. Og Auði.

Á að mæta í tíma kl. hálf sex. Er að vinna til fjögur og á 2-3 tíma heimalærdóm eftir. Fyrir svo utan tónheyrnina sem er á morgun. Þetta verður áhugavert.

Var með einhverjar loftkenndar hugmyndir um að sjá Brokeback Mountain fyrir Golden Globes afhendinguna sem er víst í kvöld - svo ég gæti nú sagst hafa séð a.m.k. eina tilnefnda mynd - en verð víst að fórna því fyrir heimalærdóminn. Andsk...

3 ummæli:

fangor sagði...

hæ, ég læsti símanum mínum sökum óléttugleymsku, viltu kíkja hingað og horfa á gullna hnöttinn? ég ætla að reyna að hanga vakandi eitthvað fram eftir...

Ásta sagði...

Ah - ég er ekki mikið að tékka á kommentum hér kl. 11 á kvöldin :)

Annars skreið ég í rúmið um eitt. Vinna og skóli þurfa víst að hafa fogang.

MSN er sennilega vænlegri samskiptakostur þegar svona er komið.

fangor sagði...

jújú, mikið rétt. ég sofnaði líka á mitt græna..