þriðjudagur, júlí 18, 2006
Það hvarflaði að mér í eitt augnablik að skrifa vælulegan póst um ástandið þessa dagna en fékk þá heiftarlegt deja vu kast. Hafði því næst upp á þessari færslu - skrifuð við svipaðar aðstæður fyrir 2. árum. Þetta var nú víst ekki svo slæmt því hlutirnir litur ólíkt betur út daginn eftir og þrátt fyrir óþarfalega mikla þreytu er lund mín nú bara ansi létt en ef það er ekki brotið...
Gátlisti lífs míns
- bak sem vill ekki lagast (ekkert að bakinu - hins vegar útbíuð í harðsperrum eftir sataníska hnébeygjuupphitun um helgina)
- óklífanlegt reikningafjall (ekki núna - er að róta í bókhaldi sem virðist samansett af blindum, spastískum púkum)
- æfingar á hverju kvöldi næstu 10 daga þar sem ég fæ að sitja og frjósa úr kulda í þrjá tíma í senn (tjekk - fæ reyndar frí bæði á föstudag og laugardag þannig að það er mikil framför í þeim efnum)
- engir möguleikar á að taka frí þessa viku eða næstu (4 vinnudagar eftir og þá er ég komin í 2 vikna frí- jibbí!)
- ennþá enga heimatölvu (tölvan er þæg núna)
- enga peninga (tjekk)
- enga sól (tjekk)
- enga glætu (tjekk)
- engan sundbol (onei - hef síðan eignast heila tvo)
- ósamstarfsfúsa ketti (þau reyna)
- vælulegan tón í röddinni og þunglamalegt yfirbragð (ég er lika að reyna...)
Gátlisti lífs míns
- bak sem vill ekki lagast (ekkert að bakinu - hins vegar útbíuð í harðsperrum eftir sataníska hnébeygjuupphitun um helgina)
- óklífanlegt reikningafjall (ekki núna - er að róta í bókhaldi sem virðist samansett af blindum, spastískum púkum)
- æfingar á hverju kvöldi næstu 10 daga þar sem ég fæ að sitja og frjósa úr kulda í þrjá tíma í senn (tjekk - fæ reyndar frí bæði á föstudag og laugardag þannig að það er mikil framför í þeim efnum)
- engir möguleikar á að taka frí þessa viku eða næstu (4 vinnudagar eftir og þá er ég komin í 2 vikna frí- jibbí!)
- ennþá enga heimatölvu (tölvan er þæg núna)
- enga peninga (tjekk)
- enga sól (tjekk)
- enga glætu (tjekk)
- engan sundbol (onei - hef síðan eignast heila tvo)
- ósamstarfsfúsa ketti (þau reyna)
- vælulegan tón í röddinni og þunglamalegt yfirbragð (ég er lika að reyna...)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Vá hvað lífi þínu virðist hafa farið fram. Sérstaklega finnst mér sundbolirnir gera gæfumuninn!
Skrifa ummæli