mánudagur, ágúst 13, 2007

Ég nennti ómögulega að dröslast norður á Dalvík svona nýheimkomin og svefnavana og eyddi í staðinni helginni í að heimsækja Gaypride, Ikea og Heiðu Skúla.

Gaypride var með venjulegu sniði og gaman af því en ég tók sérstaklega eftir því hversu vinsælt auglýsingartækifæri gangan reyndist fyrir hin ýmsu fyrirtæki. Glitnir og Landsbankinn voru í ofurhýru stuði (og voru mjög líklega styrktaraðilar) en flestar búðir á Laugarveginu létu sér nægja að henda smá regnbogadóti í gluggana og segja það gott. Svosem ekki við meiru að búast en gaman að sjá þau fyrirtæki sem gengu skrefinu lengra. Eins og t.d. barnafataverslunin Englabörn sem var búin að átfitta allar sínar gínur í krúttlega regnbogagalla - eitthvað sem augljós vinna, hugsun og sérpöntun hefur farið í. Í eitt augnablik hvarflaði að mér að sjónvarpsstöðvarnar væru með á nótunum og höguðu kannski dagskrá sinni eftir deginu en eitthvað var hún tómlega af samkynhneigðu efni. RÚV komst næst því með Mika tónleika á miðnætti - en lítið gagn í því þegar gaurinn neitar að koma út úr skápnum. Nú eru flestir stórir hátíðisdagar yfirleitt úttroðnar af viðeigandi sjónvarpsefni og skrýtið að engum skyldi detta í hug að haga seglum eftir hýrum vindi. Ég veit ekki hvort vídeóleigurnar eða bókabúðirnar voru eitthvað meira vakandi - en leyfi mér að efast.

Ikeaferðirnar voru ekki í frásögu færandi en það sama verður ekki sagt um dýrindis veitingar Heiðu í gær - síðasta sí-bakandi konan á norðurheimshveli leyfi ég mér að fullyrða. Takk fyrir mig.

Að lokum nokkrar tilkynningar:

* Bíll til sölu - Toyota Corolla '94, keyrður 201.000 km, nýskoðaður, nýir bremsuklossar, rauður, smá upplitaður en ryðfrír, traustvekjandi fyrri eigandi, tilboð óskast.

* Hjálparhella óskast - helst uppfull af framkvæmdagleði og/eða getu og vilja til að sparka í rassinn á mér. Fyrirhugaðar framkvæmdir á stofu, tilfærsla á húsgögnum, uppröðun, myndaskipulag, Sorpuferðir og fleira. Í boði einn ósnertur tollur og sushi og súkkulaði eins og hægt er að troða í sig.

* Never Mind the Buzzcocks er brjálæðislega fyndinn þáttur:

3 ummæli:

Svandís sagði...

Ég væri alveg ótrúlega til í að koma og hjálpa þér við þetta allt saman, tala nú ekki um ef það myndi enda með góðum tolli og kotruspili fram eftir nóttu :)

Ásta sagði...

Hvernig væri ... bara yfirgefa familíuna í skóli nætur og eyða svona viku í að pukrast með mér hífuð við litlar heimilisframkvæmdir og kotruleikni :þ

fangor sagði...

ég skal hjálpa til þegar ég sný aftur til höfuðborgarsvæðis.