þriðjudagur, ágúst 28, 2007

Ég skellti Ástríki í smá andlitslyftingu - enda löngu kominn tími til. Hönnunin á síðunni síðast uppfærð árið 2000. Hún var svona - en er orðin svona. Endilega kíkið og segið mér hvað hún er ógisslega fín :)

Skellti mér í heimsókn til Nönnu í gær og missti allt tímaskyn yfir Carcassonne. Kom ekki heim fyrr en um hálf tvö og þurfti þá að klára bók áður en ég gat farið að sofa. Augnlokin gera sitt besta við að sleikja hnéskeljarnar í dag og heilinn nennir ekki taka þátt í þessari bloggvitleysu.

3 ummæli:

fangor sagði...

hún er mjög flott. þér fer sífellt fram í vefhönnuninni.

Sigga Birna sagði...

hæ hæ... heyrðu ég er að vona að þú (eða einhver sem les) vitir hvaðan grímurnar sem Steven notaði í sumar eru? Ég skrifaði niður vefsíðu þar sem hægt var að kaupa þær en nú hef ég að sjálfsögðu glatað miðanum... :o(

Hjálp :o)

Ásta sagði...

Júlía veit allt um það. Hugleikur er búinn að kaupa eitt sett af svona grímum.