föstudagur, ágúst 17, 2007

Innilegar hamingjuóskir til Nönnu sem átti afmæli fyrir tveimur dögum og varð – að eigin sögn – 25 ára. Skál fyrir auknum þroska og áframhaldandi velgengni í lífinu.

Í dag hinn 17. ágúst – eða 20. dag Heyanna - á hins vegar hin dularfulla Fúlhildur Ljótbjörg afmæli þótt Þjóðskrá sé eitthvað treg til að staðfesta. Ekki náðist í skáldkonuna í tilefni dagsins en hún ku vera 29, 34, 68, 3 og 45 eftir því hvenær hún er spurð og hversu mikið hún hefur drukkið.

Í tilefni af þessum gleðidögum er ég sjálf komin á splunkunýja bíl! Ja splunkunýjan fyrir mér. Hin fínasti Volvo árgerð 2000, silfurlitaður og sjálfskiptur. Ég átt von á að verða smástund að venjast sjálfskiptingu á ný eftir hafa verið á beinskiptum í mörg ár en það reyndist ekkert mál. Verra er að venjast litnum og þarf ég að taka mig alla á þegar ég kem út úr búð að valsa ekki að fyrsta rauða faratækinu sem ég sé og reyna að opna.

Svo ég ítreki: Toyota Corolla, árg. ’94 til sölu, nýskoðuð og velmeðfarin, óska eftir tilboði, áhugasamir hringi í 692 6012.

1 ummæli:

fangor sagði...

takk fyrir og skál fyrir okkur