
Í tilefni af þessum gleðidögum er ég sjálf komin á splunkunýja bíl! Ja splunkunýjan fyrir mér. Hin fínasti Volvo árgerð 2000, silfurlitaður og sjálfskiptur. Ég átt von á að verða smástund að venjast sjálfskiptingu á ný eftir hafa verið á beinskiptum í mörg ár en það reyndist ekkert mál. Verra er að venjast litnum og þarf ég að taka mig alla á þegar ég kem út úr búð að valsa ekki að fyrsta rauða faratækinu sem ég sé og reyna að opna.
Svo ég ítreki: Toyota Corolla, árg. ’94 til sölu, nýskoðuð og velmeðfarin, óska eftir tilboði, áhugasamir hringi í 692 6012.

1 ummæli:
takk fyrir og skál fyrir okkur
Skrifa ummæli