fimmtudagur, ágúst 30, 2007

Á sjónvarpsstöðinni Sirkus í kvöld - samkvæmt dagskrá:

20:10 Skins (1:9)
Átakanleg bresk sería um hóp unglinga sem reynir að takast á við daglegt líf í skugga átröskunar, eiturlyfjaneyslu og fleiri vandamála sem steðja að unglingum í dag. 2006.


Huh. Ég er ekki vön að horfa á unglingaþætti en ég hafði mjög gaman af þessum. Og "átakanleg" er ekki beint orðið sem ég mundi nota til að lýsa Skins. Kannski fjörug? Gráglettin? Beinskeitt? Raunsæ? Kjánaleg? Barnaleg? Óraunsæ? Allt af þessu. Fyrst og fremst skemmtileg. A.m.k. kannaðist mitt aldna hjarta við margt sem átti sér stað þarna - þótt það hafi oftast verið úr fjarlægð - og hafði gaman af. Ef fullorðið fólk hefur það fyrir prinsip að horfa ekki á neitt sem fjallar um fólk undir tvítugu þá ætti það sennilega að láta þessa þætti frjamhjá sér fara - en ef ekki þá mæli ég hiklaust með þeim.

Engin ummæli: