miðvikudagur, september 05, 2007
Hó boj... aaaaaaaalltof langt síðan ég hef farið í sund. Bakið mótmælir hástöfum, er búið að pakka ofan í sundtösku og komið hálfa leiðina í Laugardalinn.
Enda ekki vitlaust þegar framundan eru maraþon leikleistrarstundir þar sem fjöldinn allur af fantagóðum leikritum hefur verið lagður fram sem væntanlegt vetrarverkefni Hugleiks. Ég öfunda ekki sjálfa mig af því að þurfa að velja á milli. Ég þarf líka að sitja í vinnunni - og í samsöng, og á óperuæfingum - en standa í söngtímum og undirleikstímum sem er heldur ekki gott. S.s. ég er á leiðinni í hönk og nú er ráð til að taka í tíma.
Tók að vísu smá ráð um síðustu helgi í fimmtugsafmæli Önnu Beggu og Andreu þar sem veislugestir voru sendir á vergang fyrsta klukkutímann um neðri Þingholtin að leita að illfinnanlegum leiðbeiningum og fara eftir ruglingslegum kortum. Þar kom Júróvisjónþekking sér einstaklega vel ellegar væru við sennilega þarna ennþá, þrammandi um öngstræti. Partýið sjálft reyndist síðan mikið og gott og entist fram eftir öllu og endaði á öldurhúsi og það var áfengi, dans og hvaðeina. Hið besta mál.
En nú er ég farin. Þið getið fundið mig marinerandi í pottinum í Laugardalslaug upp úr 12:10.
Enda ekki vitlaust þegar framundan eru maraþon leikleistrarstundir þar sem fjöldinn allur af fantagóðum leikritum hefur verið lagður fram sem væntanlegt vetrarverkefni Hugleiks. Ég öfunda ekki sjálfa mig af því að þurfa að velja á milli. Ég þarf líka að sitja í vinnunni - og í samsöng, og á óperuæfingum - en standa í söngtímum og undirleikstímum sem er heldur ekki gott. S.s. ég er á leiðinni í hönk og nú er ráð til að taka í tíma.
Tók að vísu smá ráð um síðustu helgi í fimmtugsafmæli Önnu Beggu og Andreu þar sem veislugestir voru sendir á vergang fyrsta klukkutímann um neðri Þingholtin að leita að illfinnanlegum leiðbeiningum og fara eftir ruglingslegum kortum. Þar kom Júróvisjónþekking sér einstaklega vel ellegar væru við sennilega þarna ennþá, þrammandi um öngstræti. Partýið sjálft reyndist síðan mikið og gott og entist fram eftir öllu og endaði á öldurhúsi og það var áfengi, dans og hvaðeina. Hið besta mál.
En nú er ég farin. Þið getið fundið mig marinerandi í pottinum í Laugardalslaug upp úr 12:10.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég hugsa að meira að segja hinn ofvirki Íþróttaálfur fengi valkvíðakast ef hann læsi þessa færslu. Vá maður hvað þú ert sósjal, vildi að ég hefði eins og brotabrot af þinni menningarorku.
Og sundferð í ofanálag... Það er búið að standa til í áraraðir að fara í sund en...
Þú ert menningarhetja.
Skrifa ummæli