Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort ég eigi að útskýra fyrir umheiminum ást okkar Auðar á Barböru Streisand ballöðunni "Woman in love." Þarfnast slíkt einhverrar útskýringar? Ég hélt ekki en eftir Júróvisjón partýið góða þar sem einhverjum ofbauð víst dívulegur flutningur okkar á téðu lagi (ég veit ekki hver en einhver mun hafa tautað "Guð minn almáttugur" á meðan á ósköpunum stóð) hefur þetta virkilega legið á sál minni.
Eins og svo margt annað gott í mínu lífi byrjaði þetta sem brandari. Í hópkarókívímupartýi heima hjá Auði fyrir nokkrum árum áður var hún neydd til að taka þetta lag í einsöng og var ekki mjög skemmt. Síðar í annars konar (áfengis)vímu vorum við tvær að spasla saman enn einum kjánakaflanum í Ástríki og kom einhver staðar upp sú hugmynd að láta persónur okkar taka þetta lag í karókí (write what you know segja þeir). Eftir að hafa haft upp á textanum á netinu og komist að því hversu arfavondur hann er í raun og veru spratt upp sú hugmynd að íslenska hann með stæl og laga að sögunni. Að sjálfsögðu var passað að halda sama gæðastíl í textagerð og fröken Streisand hafði sett sér. Texta dæmi:
I am a woman in love
and I'll do anything to get you into my world and hold you within. It's a right that I defend over and over again. What do I do? |
Ég er vinkona þín
og ég geri allt til þess að halda í þig ég sleppi þeir ei Þú er allt sem ég á aftur og aftur ætíð Hvað geri ég nú? |
Þarna þótti okkur vel að verki staðið og var afraksturinn settur í söguna. Síðan tóku við ófáar áskoranir á báða bóga að taka þetta lag einhvern tímann í karókí. Tækifærið bauðst hins vegar ekki fyrr en á títtnefnda Júróvisjón nótt. Sjálfar vorum við afskaplega ánægðar með að fá loksins tækifæri til að fremja tónlist sem hefur verið á dagskrá hjá okkur í mörg ár en greinlegt er að sumum hefur ofboðið. Við þessa suma segi ég bara :þ
1 ummæli:
Einungis vondar konur rifja upp svona móment!
Skrifa ummæli