miðvikudagur, júní 23, 2004
Ég er ekki að höndla það sérstaklega vel að vera komin aftur til vinnu eftir þó ekki lengra frí en þetta. Finnst ég ekki vera á réttum stað og kann ekki að vakna á morgnana. Eins og svo oft áður hef ég takmarkaðan áhuga á að blogga á frídögum (sem er ástæðan fyrir því að það eru - ahemm - 12 dagar síðan ég skrifaði hérna síðast) og nú get ég ekki bloggað heima hjá mér þótt ég fegin vildi; tölvan mín er dáin. A.m.k. í dái. Það er því skyndilegur (og pínu ógnvænlegur) friður og ró á mínu heimili. Ég er ekkert að grínast með þetta - síðastliðin 3 ár hefur stanslaus viftuómurinn hljómað um alla 53 m2 og nú er eins og slökkt hafi verið á sálinni í húsinu. Mánudagskvöldið flúði ég hús og endaði í litlum dal fyrir ofan Nesjavallarvirkjun í tjaldi ásamt Nönnu, Jóni Geir og Steina. Í gær svaf ég af mér allt kvöldið, vaknaði kl. 10 og gat að sjálfsögðu ekki sofnað aftur fyrr en undir morgun. Ég kenni tölvuleysi alfarið um og veit það fyrir víst að ég verð ekki heil manneskja fyrr en búið verður að kippa málum í lag.
Einnig:
Eitt stykki bassatromma, gyllt, ca. 120 cm á hæð, óskar eftir eiganda sínum. Er ekki að uppfylla sín réttu örlög sitjandi í ganginu mínum þar sem hún fúnkerar aðeins sem stökkpallur fyrir ketti.
Einnig:
Eitt stykki bassatromma, gyllt, ca. 120 cm á hæð, óskar eftir eiganda sínum. Er ekki að uppfylla sín réttu örlög sitjandi í ganginu mínum þar sem hún fúnkerar aðeins sem stökkpallur fyrir ketti.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
ég skal reyna að fá eigandann til að vitja trommunnar hið snarasta...;þ
Skrifa ummæli