mánudagur, ágúst 16, 2004
Eftir 8 daga hef ég verið tölvulaus heima hjá mér í tvo mánuði. Hvern hefði grunað að ég gæti þetta? Nú vil ég samt fara að fá gripinn heim. Aðallega vegna þess að ég tími ekki að borga Margmiðlun endalaust fyrir ADSL tengingu sem ég nota ekkert. Tólf þúsund krónur í súginn er alveg nóg takk fyrir.
Leikritið er búið - engar fleiri sýningar - þeir sem misstu af verða bara að barma sér og bíta í það súra. Lokasýningin var á laugardaginn og þótt einhver gestur á svæðinu hafi verið svo elskulegur að fjarlægja húskarlabúninginn minn frá þeim stað sem ég hefði komið honum fyrir á (ég skelli mér í hann inni í kjarrinu eftir upphafslagið) kom það ekki mikið að sök.
Lokapartý um kvöldið - í bland við kveðjuhóp Nínu og Tóró sem eru að halda til sitt hvors landsins fljótlega í nám - að Eyjaslóð þar sem ég fékk loksins fyrir tilstilli örlætis Hjalta að smakka Absinthe. Ég var nú annars öll í skynseminni og þar sem ég hafði aðeins tekið á því kvöldið áður ásamt Auði var ég kominn heim til mín bara nokkuð hress um hálffjögurleytið.
Gærdagurinn fór strætóferð út á Granda til að ná í bílinn og svo misheppnaða berjatínsluferð í kjölfarið undir rótum Esju. Það var reyndar fínt að hlaupa pínu um hóla og hæðir en lítið fann ég af berjum.
Haldið var upp á afmælið hennar Nönnu með talsvert meiri pragt heldur en pompi í gærkvöldi en sæmilegur hópur (ég, Nanna, Jón Geir, Stebbi, Ragnheiður, Elva, Gunni) hittist uppi í Keiluhöll og reynt var að fella bévítans keilurnar með mjög misjöfnunum árangri. Þetta var hin besta skemmtun og rúllað var upp og niður allan tilfinningaskalann á meðan á stóð.
Leikritið er búið - engar fleiri sýningar - þeir sem misstu af verða bara að barma sér og bíta í það súra. Lokasýningin var á laugardaginn og þótt einhver gestur á svæðinu hafi verið svo elskulegur að fjarlægja húskarlabúninginn minn frá þeim stað sem ég hefði komið honum fyrir á (ég skelli mér í hann inni í kjarrinu eftir upphafslagið) kom það ekki mikið að sök.
Lokapartý um kvöldið - í bland við kveðjuhóp Nínu og Tóró sem eru að halda til sitt hvors landsins fljótlega í nám - að Eyjaslóð þar sem ég fékk loksins fyrir tilstilli örlætis Hjalta að smakka Absinthe. Ég var nú annars öll í skynseminni og þar sem ég hafði aðeins tekið á því kvöldið áður ásamt Auði var ég kominn heim til mín bara nokkuð hress um hálffjögurleytið.
Gærdagurinn fór strætóferð út á Granda til að ná í bílinn og svo misheppnaða berjatínsluferð í kjölfarið undir rótum Esju. Það var reyndar fínt að hlaupa pínu um hóla og hæðir en lítið fann ég af berjum.
Haldið var upp á afmælið hennar Nönnu með talsvert meiri pragt heldur en pompi í gærkvöldi en sæmilegur hópur (ég, Nanna, Jón Geir, Stebbi, Ragnheiður, Elva, Gunni) hittist uppi í Keiluhöll og reynt var að fella bévítans keilurnar með mjög misjöfnunum árangri. Þetta var hin besta skemmtun og rúllað var upp og niður allan tilfinningaskalann á meðan á stóð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli