þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Ég er alltaf að gleyma hvar í tíma ég er og hvað ég á að vera að gera. Núna er ég stödd á skrifstofunni að tölvast pínulíti áður en ég fer með flöskur í endurvinnslu, kaupi grunn á nýja kjallaravegginn og mála síðan fyrrnefndan grunninn á fyrrnefndan vegginn. Þetta eru næstu 3-4 tíma sem ég ræð nokkuð léttilega við. Allt annað veldur mér talsverður vankvæðum. T.d. morgundagurinn. Ég er í fríi þessa dagana og hef verið nú í ca. 10 daga. Annað kvöld er rennsli á Stútungasögu í Heiðmörk vegna þess að það er sýning á fimmtudagskvöldið (kl. 8 - miðaverð 500 kr.) Þetta man ég núna en aðeins vegna þess að faðir minn minnti mig á það fyrr í dag. Fljótlega eftir reyndi ég að skipuleggja kjallaraviðgerðir (í alvöru kjallara) um helgina og var rétt í þessu að muna eftir því að ég verð soldið upptekin þar sem ég er víst á leiðinni til Dalvíkur á föstudaginn (hinn mikli Fiskidagur - það verður sýning hjá okkur kl. 10 á laugardagsmorguninn) og kem aftur á sunnudaginn. Það gengur illa að halda þessum upplýsingum inni í hausnum og fremst í vitundinni því í hvert skipti sem ég einbeiti mér að einhverju öðru lekur út öll vitneskja um vikudaga og framtíðarplön. Það er víst kominn tími til að krota í lófana.

Engin ummæli: