fimmtudagur, ágúst 12, 2004
Hvaða rugl er í teljaranum mínum? Hann virðist hafa núllstillt sig upp úr þurru. Hvaða gagn er í því að hafa teljara ef hann tekur upp á slíkum tiktúrum?
Er búin að komast að því að ég á við alvarlega fötlun í starfi að ræða - hún kallast að vera kvenmaður. Hér sitjum við tvær - einu konurnar hjá fyrirtækinu og erum ekki í fríi í mestu hitabylgju sem komið hefur á Íslandi frá því mælingar hófust. Karlarnir létu sig svotil allir hverfa um leið og mælirinn þokaðist upp fyrir 17 gráður og voru ekkert að spá í það að við vorum nýbúin að opna skrifstofuna eftir tveggja vikna lokun og verkefni höfðu að sjálfsögðu hlaðist upp á meðan. Því sitjum við sveittar og reynum af óhóflegri samviskusemi að vinna upp glataðan tíma á meðan karlarnir firra sig allri ábyrgð og tjilla sennilega í einhverjum sumarbústaðnum með bjór í hönd.
Ekki að ég sé öfundsjúk.
Það sem er sennilega mest pirrandi er að ég veit upp á hár hver viðbrögðin væru ef ég hagaði mér eins og stingi bara af í frí. Almennt svekkelsi og fýla í minn garð ásamt hæfilegum skammti af vænissýki og taugaskjálfta. Hvað kallana varðar virðist þeim vera alveg sama um slík viðbrögð en ég - verandi haldin þessari óheppilegu fötlun - sit sem fastast af heimskulegri skyldurækni og vilja til að gera fólki til geðs.
Er búin að komast að því að ég á við alvarlega fötlun í starfi að ræða - hún kallast að vera kvenmaður. Hér sitjum við tvær - einu konurnar hjá fyrirtækinu og erum ekki í fríi í mestu hitabylgju sem komið hefur á Íslandi frá því mælingar hófust. Karlarnir létu sig svotil allir hverfa um leið og mælirinn þokaðist upp fyrir 17 gráður og voru ekkert að spá í það að við vorum nýbúin að opna skrifstofuna eftir tveggja vikna lokun og verkefni höfðu að sjálfsögðu hlaðist upp á meðan. Því sitjum við sveittar og reynum af óhóflegri samviskusemi að vinna upp glataðan tíma á meðan karlarnir firra sig allri ábyrgð og tjilla sennilega í einhverjum sumarbústaðnum með bjór í hönd.
Ekki að ég sé öfundsjúk.
Það sem er sennilega mest pirrandi er að ég veit upp á hár hver viðbrögðin væru ef ég hagaði mér eins og stingi bara af í frí. Almennt svekkelsi og fýla í minn garð ásamt hæfilegum skammti af vænissýki og taugaskjálfta. Hvað kallana varðar virðist þeim vera alveg sama um slík viðbrögð en ég - verandi haldin þessari óheppilegu fötlun - sit sem fastast af heimskulegri skyldurækni og vilja til að gera fólki til geðs.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli