þriðjudagur, ágúst 31, 2004
Ömurlegt ömurlegt ömurlegt.
Ég er ekki-veik. Ég hef verið ekki-veik núna í 3 daga. Ég mætti galsvösk til vinnu í gærmorgun sannfærð um að ég væri ekki ekki-veik en fór heim í hádeginu og fannst það viðeigandi að taka hálfan veikindadag í þessum ekki-veikindum. Nú er ég mætt aftur - með hálfum hug - og staðráðin í að vera fullfrísk á viljanum einum saman.
Ég gæti ekki komið mér upp almennilegu þunglyndi í stöðunni ef ekki væri þessi skemmtilega viðeigandi rigning og þungbúni himinn. Ef það væri aðeins kaldara gæti ég réttlætt það að vera með trefil innan dyra, gengið um og lokað gluggum og kvartað undan dragsúg - ekki-veikindamáli mínu til stuðning.
Er það til of mikils mælt að krefjast þess að geta annað hvort slugsast fullfrísk í vinnunni ellegar hangið heima í móki yfir sjónvarpinu með skínandi hreina samvisku (og hor í nös)?
Ég er ekki-veik. Ég hef verið ekki-veik núna í 3 daga. Ég mætti galsvösk til vinnu í gærmorgun sannfærð um að ég væri ekki ekki-veik en fór heim í hádeginu og fannst það viðeigandi að taka hálfan veikindadag í þessum ekki-veikindum. Nú er ég mætt aftur - með hálfum hug - og staðráðin í að vera fullfrísk á viljanum einum saman.
Ég gæti ekki komið mér upp almennilegu þunglyndi í stöðunni ef ekki væri þessi skemmtilega viðeigandi rigning og þungbúni himinn. Ef það væri aðeins kaldara gæti ég réttlætt það að vera með trefil innan dyra, gengið um og lokað gluggum og kvartað undan dragsúg - ekki-veikindamáli mínu til stuðning.
Er það til of mikils mælt að krefjast þess að geta annað hvort slugsast fullfrísk í vinnunni ellegar hangið heima í móki yfir sjónvarpinu með skínandi hreina samvisku (og hor í nös)?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli