miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Ég fékk loksins að borða og er nú talsvert sáttari.

Svo ég vendi kvæðum...

Var að horfa á lokaþáttinn af þeim ágæta "raunveruleikaþætti" Joe Schmo í gær. Framleiðendum var greinilega mikið í mun að koma því til að skila að allt í þættinum væri feik - allt planað og allt leikið - fyrir utan auðvitað Joe Schmo sjálfan - hann Matt - sem hélt að hann væri staddur í frekar útvatnaðri útgáfu af Survivor og Paradise Hotel. Ég er hissa á að enginn skyldi minnast á tengslin við "The Truman Show" í kynningum á þáttunum sem eru ekki lítil og stór þáttur í því að þessi tilraun skyldi heppnast svo vel. Því að þótt á yfirborðin virðist um frekar ömurlega leið til að hafa einn veslings mann að fífli trekk í trekk varð reyndin ekki sú. Matt - ósköp hrekklaus og ljúfur náungi - var ekki hinn týpíska raunveruleikastjarna. Hann hefði sennilega aldrei verið valinn í "alvöru" raunveruleikaþátt því til þess er hann alltof normal. Þegar leikararnir fóru síðan að haga sér heimskulega á yfirkeyrðan hátt samkvæmt handriti brást hann við eins og eðileg manneskja. Hann brást við eins og við flest hefðum sennilega brugðist við; hristi bara höfuðið og reyndi að róa liðið. Þannig að sem áhorfandi fór maður að halda með honum - maður fór að óska þess að hann fattaði djókið - maður beið eftir því að leikaranir og framleiðendurnir klúðurðu blekkingunni á einhvern hátt. Baktjaldamakkarnir voru komnir í hlutverk fíflsins og við áhorfendur í lið með Matt. Enda veitti honum ekki af liðstyrknum. Leikararnir gerðu að sjálfsögðu sitt ýtrasta til að réttlæta sig - töluðu um það trekk í trekk hvað Matt væri æðislegur og þegar allt var yfirstaðið og ringlaður Matt stóð með risastóru ávísunina sína voru þau hársbreidd frá því að lúta í gólfið fyrir mikilfengleika gæsku hans og kyssa tær hans. Sennilega væri hægt að skrifa arfavonda bókmenntaritgerð um kristsfígúru í Joe Schmo. Loka djókurinn hans Matt er svo sá að hann er langt frá því að vera þessi guðumlíka vera sem leikrarahópurinn var búinn að búa til í brengluðum hugarskotum til að bæta uppi samviskubitið. Það fer ekki á milli mála að hann er góður gæi en eins og allt eðilegt fólk í hans sporum setti hann upp rétta andlitið fyrir myndavélarnar og passaði sig að segja og gera réttu hlutina. Hvaða hálfviti mundi gera nokkuð annað?

Engin ummæli: