föstudagur, september 24, 2004

Þegar kulda leggur yfir landið og lægðir pressa á axlirna langar mig mest af öllu að leggjast í alarlega áfengisneyslu. Þetta tvennt hlýtur að vera samtengt. Ég er þess fullviss um að aðeins ríflegt magn af etanóli getur aflétt þeim doða og sleni sem legið hefur á mér eins og mara síðastliðnar vikur. Það er í öllu falli planið þessi helgi: skemmtanir. Og kominn tími til.
Að öðru leyti er hausinn á mér þessa dagana uppfullur af hljómfögrum nótum og glæstum framtíðaráformum á óperusviðinu (eða ekki) þar sem ég hef hafið að mæta í söngtíma. Næsta mál á dagskrá er að næla sér í hljófæri og hef ég samþykkt að fara út á nes á morgun og hjálpa mömmu að passa barnabörnin en í staðinn mun ég ræna pabba hljómborðinu. Er búin að hamast á netinu í allan morgun við að finna nótur af hinum ýmsu klassísku verkum og prenta út og tilbúin að tækla tónlistan með góðu og/eða illu. Siggalára getur prísað sig sæla að hafa nóg fyrir stafni fyrir utan heimilið því ég á ekki von á að heimilið verði vettvangur mikillar geðheilsu næstu vikur - hvorki minnar né þeirra sem verða svo óheppnir að hlýða á. Für Elise - aftur og aftur og aftur ...

1 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Það ku vera til bæða gagns og gamans að sænga hjá tónlistargiðjunni. Sjálf kann ég sjaldnast gott að meta og hlusta minna og minna á tónlist með hverju árinu.